Er bílprófið á næsta leiti?
Að læra að keyra bíl krefst undirbúnings og nauðsynlegt er að æfa sig vel áður en farið er í bílprófið, bæði í verklega og bóklega þættinum. Öppin okkar Bílprófið (Driving Test) og Umferðarmerkin (Traffic Signs) eru tilvalin til að æfa sig hvar og hvenær sem er.
Æfðu þig fyrir bílprófið
Bílprófsapp Sjóvá var gefið út í samstarfi við Netökuskólann við árslok 2018 og hefur nýst mörgum vel við undirbúning bílprófsins. Árið 2019 var appið uppfært og einnig boðið upp á það á ensku og pólsku, sem hefur gefið enn fleiri kost á að æfa sig. Bílprófsappið er samansett af ökuprófum sem hægt er að spreyta sig á þar á aðgengilegan hátt. Verkefnin eru byggð upp eins og sjálft bílprófið og fá notendur niðurstöðurnar á sama formi. Appið er því einföld og þægileg leið til að æfa sig.
Sæktu appið á App Store eða Google Play!
Umferðarmerkin
Í appinu Umferðarmerkin er hægt að kynna sér öll umferðarmerkin á einum stað. Um er að ræða einfalt umferðarmerkjapróf þar sem hægt er að spreyta sig á þeim 262 umferðarmerkjum sem þar er að finna. Merkin eru flokkuð niður í: viðvörunarmerki, bannmerki, þjónustumerki og önnur merki. Einfalt er að smella á merkin og sjá hvort þú þekkir merkingu þeirra. Appið er tilvalið fyrir þá sem eru að undirbúa sig fyrir bílprófið en ekki síður hentugt til upprifjunar fyrir þá sem eru nú þegar í umferðinni.
Sæktu appið á App Store eða Google Play!
Spjallað um öppin
Sjóvá spjallið er nýtt hlaðvarp þar sem rætt er um tryggingar og forvarnir á mannamáli. Þar er m.a. að finna spjall Hrefnu Sigurjónsdóttur, verkefnastjóra forvarna, við Valgerði Eyju Eyþórsdóttur, framhaldsskólanema, um hvernig bílprófsappið og umferðamerkjaappið nýttust henni við ökunámið. Í þættinum veitir Valgerður Eyja skemmtilega innsýn í hvernig er að vera ný í umferðinni og kemur með góðar ábendingar fyrir þá sem eru að undirbúa sig fyrir bílprófið. Hægt er að hlusta hér.
Að lokum er vert að benda á vef Samgöngustofu þar sem finna má gagnlegan fróðleik um ökunámið.