Upprunalegt merki Sjóvá-Almennra trygginga hf. er tré sem stendur annars vegar fyrir stöðugleika og sterkar rætur félagsins og hins vegar vöxt og grósku í starfseminni.
Með endurhönnun merkisins hefur það verið fært í nútímalegra horf með því að einfalda táknmyndina og létta á yfirbragði þess. Teikning gamla merkisins sýndi tvær rætur til að leggja áherslu á að félagið samanstæði af tveimur fyrirtækjum. Sú hugsun tilheyrir nú fortíðinni þar sem Sjóvá birtist sem eitt fyrirtæki og tekur teikningin mið af þeirri breytingu. Auglýsingastofan Hvíta húsið hannaði nýja merkið.