- Prófa reykskynjara og skipta um rafhlöður ef þess gerist þörf.
- Kaupa og setja upp reykskynjara ef enginn eða aðeins einn reykskynjari er fyrir. Þeir eiga að vera tveir eða fleiri á hverju heimili.
- Setja upp reykskynjara sem búið er að kaupa en hefur ekki komist lengra en ofan í skúffu eða inn í skáp.
Meðfylgjandi þessari grein er fréttatilkynning frá LSS en nýlega gerði Capacent könnun þar sem eldvarnir heimila voru kannaðar. Helstu niðurstöður þessarar könnunar eru að ungt fólk og leigjendur eru í mestri hættu vegna eldsvoða, en hjá þessum hópum er eldsvörnum helst ábótavant.