Hjá Sjóvá-Almennum líftryggingum hf. er nokkur fjöldi sparnaðarlíftrygginga sem tóku gildi fyrir setningu gjaldeyrishafta 28. nóvember 2008. Breytingar á reglum Seðlabankans hafa ekki áhrif á þessa samninga.
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum hefur Seðlabanki Íslands sett reglur sem takmarka framkvæmd líftryggingasamninga þar sem iðgjald fer að einhverju eða öllu leyti í fjárfestingar erlendis í erlendri mynt.