Þá hækka iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga einkabifreiða sem skráðar eru utan höfuðborgarsvæðisins og Akureyrar um 7% og 9% eftir því hvar á landinu bifreiðin er skráð.Ofangreindar breytingar á ökutækjatryggingum eru gerðar í kjölfar skoðunar á afkomu þeirra. Afkoma lögboðinna ökutækjatrygginga hefur versnað til muna undanfarin ár. Aftur á móti hefur afkoma kaskótrygginga batnað á síðustu árum og því lækka þau iðgjöld.
Iðgjöld lögboðinna ökutækjatrygginga á landsbyggðinni hafa að jafnaði verið lægri en á höfuðborgarsvæðinu. Samanburður á tjónakostnaði og iðgjöldum sýnir að afkoman á landsbyggðinni réttlætir ekki þann mismun sem verið hefur á iðgjöldum þar og á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri og því eru iðgjöld á þessum svæðum hækkuð umfram almennar iðgjaldahækkanir.
Viðskiptavinir í Stofni njóta ávallt hagstæðustu kjara hjá félaginu, bæði í formi afslátta og ýmissa fríðinda. Iðgjöld viðskiptavina með lögboðnar ökutækjatryggingar og kaskótryggingu hækka að jafnaði á ári eins og hér segir:
Viðskiptavinir í Stofni | Viðskiptavinir ekki í Stofni | |
Höfuðborgarsvæðið og Akureyri | 1.712 kr. | 2.088 kr. |
Þéttbýliskjarnar á landsbyggðinni | 4.647 kr. | 5.667 kr. |
Dreifbýli | 4.083 kr. | 4.979 kr. |