Í reglugerð um gerð og búnað ökutækja er kveðið á um það hvernig ökutæki skal vera búið til aksturs þegar snjór eða ísing er á vegi :
16.02 Hjólbarðar með nöglum eða keðjum.(1) Þegar snjór eða ísing er á vegi skal hafa snjókeðjur á hjólum eða eftir akstursaðstæðum annan búnað, t.d. grófmynstraða hjólbarða (vetrarmynstur), með eða án nagla, sem veitt getur viðnám. Óheimilt er að nota keðjur þegar hætta er á að það valdi skemmdum á vegi.(2) Naglar í hjólbörðum á sama ási skulu vera sem næst jafn margir.Ef rekja má umferðaróhapp til vanbúnaðar, þar með talið að vera ekki á hjólbörðum í samræmi við akstursfæri, getur það leitt af sér skerðingu á bótarétti.
Samkvæmt reglugerðinni er ekkert til sem heitir "heilsársdekk". Á veturna skal nota grófmynstruð vetrardekk, með eða án nagla. Negld vetrardekk eru góður kostur til að geta brugðist við þeim aðstæðum þegar ísing myndast skyndilega á akbrautum. Fyrir þá sem aka helst um miðjan dag, eftir leiðum sem strætisvagnar aka, ætti að duga að vera á grófmynstruðum vetrardekkjum.
Grein Vísindavefs Háskóla Íslands um nagladekk