Árni Gunnarsson, útibússtjóri Glitnis í Lækjargötu til tíu ára, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Tjónasviðs Sjóvá. Árni mun hefja störf í upphafi næsta árs.Árni hefur undanfarin tíu ár starfað hjá Glitni en þar áður starfaði hann sem framkvæmdastjóri hjá Sól rekstrarfélagi hf í eitt ár, hjá Fóðurblöndunni í átta ár og sem framkvæmdastjóri hjá Stjórnunarfélaginu í þrjú ár.
Árni er viðskiptafræðingur að mennt og með MBA gráðu frá Kaupmannahöfn. Hann hefur starfað sl. tuttugu ár sem sjálfboðliði fyrir Rauða Kross Íslands og var sendifulltrúi fyrir Alþjóða Rauða Krossinn með aðsetur í Budapest árið 2001.