Föstudaginn 13. janúar voru niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar fyrir árið 2022 kynntar og þar varð ljóst að viðskiptavinir Sjóvá eru ánægðustu viðskiptavinir tryggingafélaga, sjötta árið í röð.
Þetta er einnig í annað skiptið sem Sjóvá er efst með marktækum mun, en með því hlýtur Sjóvá gullmerki Ánægjuvogarinnar.
Það eru Prósent og Stjórnvísi sem mæla og kynna niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar.
Þetta árið hlaut Sjóvá einkuninna 69.5 og er meðal gullhafa íslenskra fyrirtækja, sem meðal annars telja IKEA, Krónuna og Nova. Sjóvá hækkar um 0.5 stig á milli ára.
Sigurvegarar Íslensku ánægjuvogarinnar 2022 – Gullhafar
- Costco eldsneyti 81,3 stig meðal eldsneytisfyrirtækja
- Nova 76,9 stig meðal fjarskiptafyrirtækja
- Apótekarinn 75,3 stig meðal apóteka
- IKEA 75,2 stig meðal húsgagnaverslana
- Krónan 74,4 stig meðal matvöruverslana
- Orka náttúrunnar 70,8 stig meðal raforkusala
- BYKO 70,5 stig meðal byggingavöruverslana
- Sjóvá 69,5 stig meðal tryggingafélaga
Sjóvá var fyrst efst í Ánægjuvoginni 2017, og hefur verið efst tryggingafélaga sleitulaust síðan þá.
Ánægjuvogin sjálf samanstendur af þremur spurningum:
1. Á heildina litið, hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með reynslu þína af [fyrirtæki]?
2. Hugleiddu allar væntingar þínar til [fyrirtækis] annars vegar og reynslu þína af fyrirtækinu hins vegar. Að hve miklu leyti uppfyllir [fyrirtækið] væntingar þínar?
3. Núna biðjum við þig um að ímynda þér hið fullkomna [fyrirtæki á viðkomandi markaði]. Hversu nálægt slíku fyrirtæki er [fyrirtækið]?
Ánægjuvogareinkunnin tekur gildi á kvarðanum 0-100, þar sem hærri einkunn gefur til kynna meiri ánægju.
Það eru viðskiptavinir fyrirtækja sem svara Íslenski ánægjuvoginni og veita þar óritskoðaða endurgjöf um þjónustu, hversu vel fyrirtæki uppfylla væntingar og heilt yfir hversu ánægðir þeir eru með upplifun sína af fyrirtækinu. Það er gott að finna hversu ánægðir viðskiptavinir okkar eru.
En ánægjan er öll okkar.