Sjóvá hefur ákveðið að breyta hinni svonefndu framrúðutryggingu í bílrúðutryggingu þannig að allar rúður ökutækis verða tryggðar en ekki aðeins framrúðan. Þetta er gert til hagsbóta og einföldunar á þjónustu fyrir þá sem tryggja bifreiðar sínar hjá Sjóvá. Í vöruþróun hefur Sjóvá forystu og einfaldleika að leiðarljósi sem hefur skilað þessari einföldun til viðskiptavina.Um algera nýjung er að ræða hér á landi. Í áratugi hefur aðeins verið í boði framrúðutrygging sem bætir ekki tjón á öðrum rúðum ökutækis en framrúðunni. Kaskótryggingar geta bætt slík tjón en oftast nemur það ekki kostnaðinum við eigin áhættu viðskiptavinarins. Hefur þetta sérstaklega verið hvimleitt þegar um innbrot í bifreiðar er að ræða þar sem hliðarrúða hefur verið brotin.
Árlega lenda a.m.k. 10 þúsund bifreiðaeigendur í því að rúða í bifreið þeirra brotnar. Hér er því um mikið hagsmunamál fyrir bifreiðaeigendur að ræða. Breyting þessi mun ná til allra þeirra sem hafa keypt þessa vernd hjá Sjóvá hvort sem um er að ræða einstaklinga eða atvinnurekstur og tekur gildi hjá þeim öllum hinn 1. apríl nk.
Nánari upplýsingar veitir Rúrik Vatnarsson, forstöðumaður vöruþróunar hjá Sjóvá, í síma 440-2000