Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunin (EIOPA) lagði fyrir 48 vátryggingafélög í Evrópu álagspróf á árinu 2024. Sjóvá var eitt af þeim félögum sem valið var til að taka þátt í þessu prófi. Upplýsingar um álagsprófið má finna á heimasíðu EIOPA.
Niðurstöður álagsprófsins fyrir Sjóvá byggja á gögnum og upplýsingum sem sendar voru á Seðlabanka Íslands Fjármálaeftirlit sem áframsendu þau til EIOPA í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins (EU) nr. 1094/2010 í framhaldinu. Skoðaðar voru afleiðingar ýmissa neikvæðra sviðsmynda á gjaldþol og lausafjárstöðu félaganna sem tóku þátt. Sjá má niðurstöður Sjóvá hér.