Fjóla Guðjónsdóttur, forstöðumaður forvarna hjá Sjóvá, segir að hér á landi hafi t.a.m. orðið banaslys á tjaldsvæði sem rekja má til þess að barn hljóp samsíða akandi bíl. Það er alltof algengt að ekið sé um tjaldsvæði með og án aftanívagna til þess að finna tjaldstæði í stað þess að leggja bílnum og ganga um svæðið. Margir eru óvanir að bakka á þröngu svæði með vagna aftan í bílum og geta því hæglega ekið eða bakkað á börn að leik. Á tjaldsvæði gerum við síður ráð fyrir akandi umferð og allra síst börn sem eru frjáls í leik á svæði sem þau þekkja ekki og meta því aðstæður ekki rétt.
Fjóla bendir á skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 2011 þar sem vakin var athygli á hættunni sem skapast þegar vegfarendur ganga eða hlaupa meðfram ökutækjum á hreyfingu og þá sérstaklega börn.
Hvað getur þú gert?
-
Aktu hægt inn á tjaldsvæðið og leggðu bílnum.
-
Gakktu um til þess að finna tjaldstæði í stað þess að aka um.
-
Mundu að bílar og aftanívagnar eru oft háir og því getur verið erfitt að sjá börn að leik.
-
Þegar bakka þarf þá er góð regla að láta einhvern úr fjölskyldunni segja sér til, bæði til þess að koma í veg fyrir tjón og forða slysi.
-
Mundu að börn eiga erfitt með að meta hljóð og vita oft ekki hvaðan bíllinn kemur.
-
Notkun síma og akstur fer aldrei saman.