Afkoma
- 124 m.kr. tap varð á rekstri Sjóvár á fyrsta fjórðungi 2014 (0,08 kr. á hlut) samanborið við 617 m.kr. hagnað á sama tíma árið áður (0,39 kr. á hlut).
- Tap fyrir skatta og afskrift óefnislegra eigna nam 16 m.kr. en (863 m.kr. hagnaður 1F 2013)
- Hagnaður af vátryggingastarfsemi nam 318 m.kr. (265 m.kr. 1F 2013)
- 451 m.kr. tap var af fjárfestingastarfsemi (486 m.kr. hagnaður á 1 F 2013).
Efnahagur
- Eigið fé nam 16.657 m.kr. samanborið við 16.781 m.kr. um áramót.
- Fjárfestingareignir námu 29.926 m.kr. samanborið við 30.010 m.kr. um áramót.
- Eiginfjárhlutfall samstæðunnar var 37% en var 39% í upphafi árs.
- Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli var neikvæð um 3%.
- Gjaldþolshlutfall móðurfélagsins var 5,44 í lok fjórðungsins.
Hlutföll
- Samsett hlutfall samstæðunnar er 96,5% (96,3% 1F 2013)
- Tjónahlutfall var 64,3% (65,5% 1F 2013)
- Kostnaðarhlutfall var 27,1% (25,6% 1F 2013)
- Endurtryggingahlutfall var 5,1% (5,2% 1F 2013)
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár
„Vátryggingarekstur gekk vel á fyrsta fjórðungi ársins og samsett hlutfall var 96,5%. Tap var af fjárfestingastarfsemi félagsins sem leiðir til þess að afkoma félagsins er neikvæð um 124 milljónir króna. Við náðum markmiðum okkar um að auka iðgjöld að raunvirði og tjónahlutfall félagsins er hagfellt. Kostnaður er enn of hár en rekstrarkostnaður er yfirleitt hæstur á fyrsta fjórðungi. Hærri rekstrarkostnað má að hluta rekja til aukins sölu- og markaðskostnaðar en 2,9% raunvöxtur eigin iðgjalda var á fyrsta ársfjórðungi sem er ánægjuleg niðurstaða í miklu samkeppnisumhverfi.
Ávöxtun á innlendum fjármálamarkaði var almennt slæm á fyrsta ársfjórðungi og afkoma félagsins á fjórðungnum því undir væntingum. Ræður þar mestu lækkun á verði ríkisskuldabréfa. Sveiflur á verðbréfamörkuðum eru miklar en fjárfestingarstefna félagsins miðar að því að ná stöðugri langtímaávöxtun.
Nýlega hófum við sölu á nýrri líf- og sjúkdómatryggingu fyrir ungt fólk á aldrinum 18 til 35 ára. Þessi trygging er eingöngu seld á vefnum okkar sjova.is sem hefur nýlega verið endurhannaður.
Við mælum árangur okkar á fleiri mælikvörðum og hefur þróun þeirra verið góð það sem af er árinu. Nú í maí hlaut Sjóvá jafnlaunavottun hjá VR og könnun VR um Fyrirtæki ársins var staðfest að starfsánægja er með því sem best gerist. Í Íslensku ánægjuvoginni sem birt var í lok febrúar hækkaði Sjóvá á öllum þeim fimm þáttum sem mældir voru.
Á síðasta ársfjórðungi lauk vel heppnuðu hlutafjárútboði Sjóvár og var ánægjulegt að fá mikinn fjölda nýrra hluthafa að félaginu.“ segir Hermann.
Kynningarfundur
Sjóvá býður til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi þann 27. maí kl. 16:00. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum Sjóvár að Kringlunni 5 en þar mun Hermann Björnsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum.
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar veitir Þórður Pálsson í síma 440-2000 eða fjarfestar@sjova.is.
Fylgiskjöl:
Sjóva Fréttatilkynning 1F 2014.pdf
Sjóvá Árshlutareikningur 1F 2014.pdf
Fjárfestakynning