Fjölmargir Íslendingar eiga gæludýr, ýmist hunda, fiska, kanínur, páfagauka, ketti eða jafnvel snáka og eðlur.
Vinsælast er þó ennþá að eiga hunda eða ketti (sem betur fer). Mörgum þykir það vænt um dýrin sín, eða eiga það verðmæt dýr, að þau kjósa að kaupa gæludýratryggingu, en hægt er að fá tryggingu fyrir hunda, ketti og hesta.
Þetta þýðir auðvitað að hjá okkur myndast ansi myndarlega skrá með upplýsingum um dýrin, og þar með talið nöfnin á þeim.
Til gamans litum við aðeins yfir nöfn gæludýranna og tókum saman þau vinsælustu.
Algengustu gæludýranöfnin
Kattanöfn
- Mía
- Snúður
- Simbi
- Freyja
- Nala
- Moli
- Perla
- Lotta
- Skuggi
- Púki
Hundanöfn
- Perla
- Dimma
- Moli
- Freyja
- Bella
- Salka
- Mía
- Tinni
- Skuggi
- Nói