Félagsþættir
Viðskiptavinir og samfélag
Sjóvá leggur áherslu á að veita framúrskarandi þjónustu og tryggja að þjónustan sé aðgengileg og í takt við þarfir og vilja viðskiptavina. Stefna félagsins til framtíðar miðar að því að vera þjónustufyrirtæki í fremstu röð sem byggir á ánægðum viðskiptavinum, starfsánægju og samþættingu tækni og persónulegrar þjónustu. Nýsköpun og sífelld þróun vöru og þjónustu Sjóvár stuðla að velsæld og árangri.
Sjóvá er ábyrgt og virkt í samfélaginu og á hverju ári eru veittir styrkir til aðila sem vinna að góðum málefnum í þágu samfélagsins. Sjóvá kappkostar að þeir fjármunir sem fara til styrktarmála styðji við hlutverk og stefnu félagsins og þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem við leggjum áherslu á. Í samræmi við hlutverk okkar styrkjum við verkefni með ríkt forvarnagildi, forvarnir gegn slysum og tjónum eða heilsutengdar forvarnir. Sjóvá styður við samfélagið og félagslega grósku með forvarnastarfi, styrkjum og markvissu samstarfi. Þannig stuðlum við að öruggara samfélagi og auknum lífsgæðum.
Sjálfbærnimarkmið Sjóvár sem snúa að félagsþáttum tengdum viðskiptavinum og samfélagi; þjónusta, aðgengi og ábyrgt vöruframboð, tengjast heimsmarkmiðum nr. 3, 8, 12 og 13.
Mannauður
Starfsánægja er mikilvæg forsenda ánægðra viðskiptavina. Sjóvá vill með góðum starfsaðstæðum og fyrirtækjamenningu vera eftirsóknarverður vinnustaður og geta ráðið til sín framúrskarandi starfsfólk. Sjóvá hefur um árabil unnið markvisst að jafnréttismálum og lagt áherslu á að vera í fararbroddi í málaflokknum. Stefna okkar í jafnréttismálum byggir á mannréttindastefnu sem miðar að því að tryggja jöfn laun og tækifæri starfsfólks og fjölbreytileika í samsetningu stjórnar, stjórnenda og starfsfólks. Sjóvá hefur í heiðri grundvallarmannréttindi eins og þeim er lýst í alþjóðasamningum.
Sjálfbærnimarkmið Sjóvár sem snúa að félagsþáttum tengdum mannauði; starfsánægju, jafnrétti og jafnlaunastefnu, tengjast heimsmarkmiðum nr. 5 og 8.