Árið 2022 einkenndist af sterkum grunnrekstri og vaxandi stofni. Sjóvá mældist efst í Íslensku ánægjuvoginni 6. árið í röð og er ljóst að áhersla á framúrskarandi þjónustu byggir undir ánægju viðskiptavina. Afkoma af fjárfestingastarfsemi var vel ásættanleg miðað við aðstæður í hagkerfinu.
Rekstur Sjóvár var með ágætum á árinu 2022. Árið einkenndist af sterkum grunnrekstri og vel ásættanlegri afkomu af fjárfestingastarfsemi miðað við aðstæður í hagkerfinu.
Sjóvá var efst í Íslensku ánægjuvoginni 2022 en niðurstöður hennar voru kynntar í byrjun árs 2023. Samkvæmt þeim eru viðskiptavinir Sjóvá marktækt ánægðari en viðskiptavinir annarra íslenskra tryggingafélaga en þetta er 6. árið í röð sem við erum efst í ánægjuvoginni.
Við höfum um árabil unnið markvisst að því að auka ánægju viðskiptavina okkar með því að veita framúrskarandi þjónustu á öllum sviðum, hvort sem það er til einstaklinga eða fyrirtækja, við sölu, ráðgjöf eða tjónaþjónustu. Það er okkur því mikið gleðiefni að sú vinna skuli skila sér enn á ný í aukinni ánægju viðskiptavina. Það er okkur hvatning til að halda áfram að gera enn betur.
Það eru Stjórnvísi og Prósent sem standa að Íslensku ánægjuvoginni en Prósent sér um framkvæmd mælinga. Sjá nánar á vef Stjórnvísi.
Sækja ársskýrslu 2022 á PDF sniði
Útgáfudagur: 7. mars 2023
Skoða ársskýrslu 2021