• Ef um er að ræða alvarlegt slys eða skyndileg veikindi.
• Ef grunur leikur á að lögbrot hafi verið framið t.d. líkamsárás.
• Við ráðleggjum þér að tilkynna veikindi, slys og andlát við fyrsta hentugleika. Frestur til að tilkynna er 1 ár.
• Þú þarft að skila inn sérstakri tjónstilkynningu vegna slyss og veikinda. Á það við hvort sem um var að ræða bílslys eða slys í frítíma.
• Vinnuveitandi þarf að tilkynna slys í vinnu til Sjúkratrygginga Íslands og Vinnueftirlits. Ef alvarlegt slys verður þarf að tilkynna til lögreglu og Vinnueftirlits og láta gera vettvangsrannsókn innan sólarhrings.
• Mundu sérstaklega eftir að fylla út umboð til gagnaöflunar sem er aftast í tilkynningunni. Hér er tengill á umboðið www.sjova.is/stafraenar-lausnir#beidnir
• Gott er að halda utan um allar kostnaðarkvittanir vegna læknisheimsókna, lyfja eða annara hluta sem tengist tjóninu. Vinsamlegast athugaðu að við greiðum ekki samkvæmt bankayfirliti, heldur þurfum við að sjá hvað liggur að baki kostnaðinum.
• Við bendum þér á að senda okkur viðkvæm skjöl í gegnum Gagnagátt. Með viðkvæmum skjölum er átt við skjöl sem innihalda persónuupplýsingar eins og læknabréf, vottorð, umsóknir og fleira. Til þess að geta nýtt þér þessa leið þarftu að hafa gild rafræn skilríki í farsíma.
• Þegar búið er að skila inn tjónstilkynningu förum við yfir málið og köllum eftir nauðsynlegum gögnum frá þér, læknum eða öðrum aðilum sem tengjast tjóninu ef þess þarf. Í kjölfarið metum við svo hvort tjónið sé bótaskylt. Gagnaöflun í slysamálum getur tekið nokkrar vikur.
• Það getur tekið mislangan tíma frá því að slys verður þar til bótaskylda er ákveðin. Oft getur tekið mjög langan tíma að meta afleiðingar slyss ef einhverjar eru. Svona mál eru þó jafn misjöfn og þau eru mörg, en þrátt fyrir það er gott að hafa í huga að um langt ferli getur verið að ræða.
• Sumar persónutryggingar innifela eigin áhættu.
• Hægt er að sjá upphæð eigin áhættu á Mitt Sjóvá undir skirteini persónutryggingar og á tryggingayfirliti.
• Hafir þú fengið þér lögmann, er best að halda samskiptum þar í gegn. Þér er velkomið að hafa samband við okkur en við kjósum frekar að eiga samskipti við sama aðila í gegnum allt ferlið til þess að koma í veg fyrir misskilning eða að upplýsingar skili sér ekki.