• Mikilvægt er að reyna að takmarka frekara tjón eins og kostur er, til dæmis að reyna að stöðva vatnsleka með því að skrúfa fyrir inntak vatns. Gætið þó fyrst og fremst að ykkar eigin öryggi.
• Hægt er að hafa samband við Tjónavakt Sjóvá utan opnunartíma í síma 4402424.
• Ef um neyðartilvik er að ræða og mikið liggur við hringdu í 112.
• Við ráðleggjum þér að tilkynna tjónið eins fljótt og mögulegt er.
• Vinsamlegast athugaðu hvort þú hafir skráð réttan tryggingartaka. Algengt er að fasteignatrygging í fjölbýlishúsum sé skráð á kennitölu húsfélags sem gæti jafnvel verið tryggt hjá öðru tryggingafélagi.
• Ef þú nærð ekki að skrá tjónið hafðu samband við okkur á netspjalli, í síma 4402000 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið tjonaskodun@sjova.is og við aðstoðum þig.
• Vinsamlegast athugaðu hvort þú hafir skráð réttan tryggingartaka. Algengt er að fasteignatrygging í fjölbýlishúsum sé skráð á kennitölu húsfélags sem gæti jafnvel verið tryggt hjá öðru tryggingafélagi.
• Ef þú nærð ekki að skrá tjónið hafðu samband við okkur á netspjalli, í síma 4402000 eða sendu okkur tölvupóst á netfangið tjonaskodun@sjova.is og við aðstoðum þig.
• Þegar tjón hefur verið tilkynnt fer málið í vinnslu hjá tjónadeild og við sendum þér tölvupóst þar sem farið er yfir næstu skref.
• Ef þörf er á að skoða tjónið munum við hafa samband, bóka tjónaskoðun og í framhaldi komum við á staðinn eða hringjum í þig með myndsímtali í gegnum Innsýn Sjóvá, sjá nánar hér.
• Ef nauðsynlegt þykir að bregðast við tjóni strax, hafðu þá samband við okkur á netpjalli eða í síma 440 2000 og við aðstoðum þig.
• Utan opnunartíma bendum við á Tjónavakt Sjóvá í síma 440 2424.
• Algeng eigin áhætta í vatnstjónum í fasteignatryggingu er um 130.000 kr.
• Hægt er að sjá upphæð eigin áhættu á Mitt Sjóvá, á tryggingayfirliti og undir skírteini fasteignatryggingar.