Það skiptir máli að bregðast rétt við þegar óhöpp verða. Á vefnum okkar er einfalt og öruggt að tilkynna hvers kyns tjón. Þannig getur þú brugðist við hvenær sem tjónið verður og afgreiðsla málsins hafist hratt og örugglega.
• Ef um neyðartilvik er að ræða og dýrið er alvarlega slasað eða veikt hafðu strax samband við dýralækni.
• Við ráðleggjum þér að senda okkur tilkynningu vegna veikinda eða slyss dýra sem fyrst.
• Passaðu vel upp á kvittanir vegna útlagðs sjúkrakostnaðar.
• Vottorð dýralæknis
• Kvittanir fyrir útlögðum sjúkrakostnaði
• Þegar búið er að skila inn tjónstilkynningu förum við yfir málið og köllum eftir nauðsynlegum gögnum frá þér, dýralækni eða öðrum aðilum sem tengjast tjóninu ef þess þarf. Í kjölfarið metum við hvort tjónið sé bótaskylt.
• Eigin áhætta vegna sjúkrakostnaðar í hunda- og kattatryggingu er 15% en að lágmarki 16.900 kr.* Eigin áhætta vegna sjúkrakostnaðar í hestatryggingu er 31.700 kr.*
*Eigin áhætta í dýratjónum gildir í allt að 60 daga vegna sömu veikinda/meiðsla en eftir það myndast ný eigin áhætta.