- Ef þú lendir í því að fá stein í rúðuna bendum við þér á framrúðuplásturinn. Sjá nánar hér. Við mælum með því að þú geymir alltaf framrúðuplástur í hanskahólfinu.
- Oft er hægt að gera við framrúðuna í stað þess að skipta henni út ef framrúðuplásturinn er settur á skemmdina strax og óhapp verður til að verjast óhreinindum og raka. Með þessu getur þú mögulega sparað þér eigin áhættuna sem fylgir framrúðuskiptum. Viðskiptavinir í Stofni vildarþjónustu Sjóvá missa ekki endurgreiðslu vegna tjónleysis ef hægt er að gera við framrúðu.
- Oft er hægt að gera við framrúðuna í stað þess að skipta henni út ef framrúðuplásturinn er settur á skemmdina strax og óhapp verður til að verjast óhreinindum og raka. Með þessu getur þú mögulega sparað þér eigin áhættuna sem fylgir framrúðuskiptum. Viðskiptavinir í Stofni vildarþjónustu Sjóvá missa ekki endurgreiðslu vegna tjónleysis ef hægt er að gera við framrúðu.
Það er einfalt að tilkynna bílrúðutjón á sjova.is og mikilvægt að tjónið sé skráð:
- 1. Opnaðu sjova.is í farsímanum þínum
- 2. Smelltu á græna hnappinn "Tilkynna tjón"
- 3. Skráðu þig inn með rafrænum skilríkjum eða notendanafni
- 4. Veldu Ökutæki og við leiðum þig í gegnum tilkynningarferlið
- 5. Gott væri að láta mynd fylgja með tjónstilkynningunni
- 6. Þegar þú hefur skráð tjónið sendum við þér staðfestingu í tölvupósti
Veldu ódýrari og umhverfisvænni leið
- Ef hægt er að gera við rúðuna greiðir þú enga sjálfsábyrgð.
- Tjónlausir viðskiptavinir í Stofni vildarþjónustu Sjóvá missa ekki árlega endurgreiðslu ef rúðuviðgerð er möguleg.
- Rúðuviðgerð tekur styttri tíma en rúðuskipti.
- Rúðuviðgerð er umhverfisvænni kostur en rúðuskipti.
Hver eru næstu skref?
- Hafðu samband við rúðuverkstæði og óskaðu eftir tjónamati
- Þú mætir með bílinn á rúðuverkstæði og færð svo sms eða símtal þegar hann er tilbúinn
- Eigin áhættan í bílrúðutjóni er 20% af heildarupphæð reiknings. Athugaðu að þú greiðir enga eigin áhættu ef hægt er að gera við rúðuna.
- Viðskiptavinir í Stofni vildarþjónustu Sjóvá missa ekki endurgreiðslu vegna tjónleysis ef hægt er að gera við framrúðu.