Öll þjónustufyrirtæki þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Miklu máli skiptir að huga að tryggingum á öllu því sem tilheyrir rekstrinum hvort sem það er fyrir starfsmenn, fasteignir, tæki, bíla og öllu öðru sem tilheyrir rekstrinum þannig að allt sé rétt og vel tryggt komi til tjóns.
Sjóvá býður þjónustu og ráðgjöf fyrir allar tegundir fyrirtækja. Tryggingaþörf fyrirtækja er mismunandi eftir stærð og umfangi starfseminnar. Þess vegna leggur fyrirtækjaþjónusta Sjóvár áherslu á faglega ráðgjöf um tryggingar og forvarnir í samræmi við þarfir.
Ákveðnum starfsstéttum er skylt að kaupa starfsábyrgðartryggingar en að auki bjóðum við ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar. Ábyrgðartrygging veitir ábyrgð gagnvart tjónum sem fyrirtækjum eru gerð bótaskyld fyrir samkvæmt skaðabótalögum. Tjónþoli getur verið starfsmaður, viðskiptavinur eða ótengdur aðili. Tryggingin bætir fyrirtækinu skaðabætur sem falla á það vegna mistaka við framkvæmd þeirrar þjónustu sem tryggð er.
Hvort sem fyrirtækið þitt er lítið eða stórt, í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði er nauðsynlegt að tryggja fasteignir þess og lausafé vandlega til að tryggja réttmætar bætur ef til bótaskylds tjóns kemur. Tryggingar eru nauðsynlegar bæði fyrir lausafé t.d. innréttingar, tölvur og áhöld og líka á fasteignir fyrir þá sem eru í eigin húsnæði.
Samkvæmt kjarasamningum er skylda vinnuveitenda að kaupa slysatrygging fyrir launþega. Stjórnendur og eigendur þurfa ekki síður að huga vel að sínum tryggingum, þar sem þeir eru stundum utan stéttarfélaga og eiga því t.d. ekki réttindi úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Í boði eru slysatryggingar launþega, slysatryggingar, sjúkratryggingar, sjúkdómatryggingar og líftryggingar.
Ef rekstur fyrirtækja stöðvast í kjölfar tjóns getur það haft verulegar afleiðingar. Þess vegna bjóðum við upp á rekstrarstöðvunartryggingu sem tryggir framlegðartap vegna bruna-, vatns- og innbrotstjóna og aukakostnað sem er afleiðing rekstrarstöðvunar. Mælt er með slíkri tryggingu sértaklega í þeim tilfellum sem erfitt er að hefja starfsemi á nýjum stað innan sjö daga.
Afar mikilvægt er að ökutæki séu tryggð í samræmi við notkun. Ef ökutæki er notað til aksturs fyrir ferðamenn, hvort sem innheimt er gjald fyrir aksturinn eða ekki þarf ökutækið að vera skráð í slíkri notkun í vátryggingaskírteini þess.
Einnig eru í boði eru tryggingar fyrir báta, skip, flugvélar og vinnuvélar.
Farmtryggingar tryggja vörur í flutningi gegn hvers kyns tjóni.