Öll sveitarfélög þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Miklu máli skiptir að huga að tryggingum á öllu því sem tilheyrir rekstrinum hvort sem það er fyrir starfsmenn, fasteignir, tæki, bíla og öllu öðru sem tilheyrir rekstrinum þannig að allt sé rétt og vel tryggt komi til tjóns.
Sjóvá býður upp á allar nauðsynlegar tryggingar fyrir sveitafélög. Tryggingaþörf sveitafélaga er mismunandi eftir stærð og umfangi þeirra. Þess vegna leggur fyrirtækjaþjónusta Sjóvár áherslu á faglega ráðgjöf um tryggingar í samræmi við þarfir sveitafélagsins og að auki bjóðum við upp á ráðgjöf um forvarnir.
Tryggingar sem þú verður að kaupa samkvæmt lögum:
Allir húseigendur verða að kaupa lögboðna brunatryggingu húseigna fyrir sína fasteign
Allir eigendur skráningarskyldra ökutæki þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu sem innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu eiganda og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda
Veitir ábyrgð gagnvart tjónum sem fyrirtækjum eru gerðir bótaskyldir fyrir samkvæmt skaðabótalögum. Í sumum tegundum ferðaþjónustufyrirtækja er gerð krafa um sérstakar ábyrgðartrygginga t.d. þegar sótt er um starfsleyfi fyrir ferðaskrifstofu og ferðaskipuleggjanda og til þeirra sem bjóða upp á Alferðir.
Sveitarfélög eiga flest mikið af eignum sem mikilvægt er að séu tryggðar, bæði fasteignir og lausafé.
Samkvæmt kjarasamningum er skylda vinnuveitenda að kaupa slysatrygging fyrir launþega.
Það er skynsamlegt að tryggja börn sem eru í umsjá stofnana og félagasamtaka sveitarfélagsins gagnvart slysum.
Allir eigendur skráningarskyldra ökutæki þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu, en að auki bjóðum við upp á rúðutryggingu og kaskótryggingu. Afar mikilvægt er að ökutæki séu tryggð í samræmi við gerð og notkun þeirra.
Einnig eru í boði eru tryggingar fyrir báta, skip, flugvélar og vinnuvélar.