Bændur þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Miklu máli skiptir að huga að tryggingum á öllu því sem tilheyrir búrekstrinum hvort sem það er fyrir bændur og búalið, fasteignir, tæki, bíla og öllu öðru sem tilheyrir rekstrinum þannig að allt sé rétt og vel tryggt komi til tjóns.
Sjóvá býður upp á allar nauðsynlegar tryggingar fyrir landbúnað. Tryggingaþörf er mismunandi eftir stærð og umfangi býlisins. Þess vegna leggur fyrirtækjaþjónusta Sjóvár áherslu á faglega ráðgjöf um tryggingar í samræmi við þarfir bænda. Bændur þurfa að huga að slysatryggingum fyrir þá sem vinna við búskapinn og tryggja búfé, fasteignir, lausafé, vélar og reksturinn svo dæmi séu tekin.
Tryggingar sem þú verður að kaupa samkvæmt lögum:
Allir húseigendur verða að kaupa lögboðna brunatryggingu húseigna fyrir fasteignir.
Allir eigendur skráningarskyldra ökutækja þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu sem innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu eiganda og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda.
Veitir ábyrgð gagnvart tjónum ef býlið er gert bótaskylt samkvæmt skaðabótalögum vegna starfsemi sinnar.
Hvort sem býlið er lítið eða stórt er nauðsynlegt að fasteignir þess og allt lausafé sé tryggt til að réttmætar bætur fáist ef til bótaskylds tjóns kemur. Tryggingar eru nauðsynlegar bæði fyrir lausafé til dæmis innréttingar, búfénað og fóður en einnig á fasteignir s.s. íbúðarhúsnæði og önnur hús á býlinu.
Samkvæmt kjarasamningum er skylda vinnuveitenda að kaupa slysatryggingu fyrir launþega. Bændur sjálfir þurfa ekki síður að huga vel að sínum persónutryggingum. Í boði eru slysatryggingar launþega, slysatryggingar, sjúkratryggingar, sjúkdómatryggingar og líftryggingar.
Nánar um tryggingar starfsfólk
Ef rekstur býlis stöðvast í kjölfar tjóns getur það haft verulegar afleiðingar. Þess vegna bjóðum við upp á rekstrarstöðvunartryggingu sem tryggir framlegðartap vegna bruna-, vatns- og innbrotstjóna og aukakostnað sem er afleiðing rekstrarstöðvunar af framangreindum völdum. Mælt er með slíkri tryggingu sérstaklega í þeim tilfellum sem erfitt er að hefja starfsemi innan sjö daga.
Nánar um rekstrarstöðvunartryggingu
Allir eigendur skráningarskyldra ökutækja þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu, en að auki bjóðum við upp á rúðutryggingu og kaskótryggingu.
Afar mikilvægt er að ökutæki séu tryggð í samræmi við gerð og notkun þeirra. Ef ökutæki er notað til aksturs fyrir ferðamenn, hvort sem innheimt er gjald fyrir aksturinn eða ekki þarf slík notkun að vera skráð á vátryggingaskírteini þess.
Einnig eru í boði eru tryggingar fyrir báta, skip, flugvélar og vinnuvélar.