Öll íþróttafélög þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Þá er mikilvægt að hafa í huga allt það sem tilheyrir rekstri félagsins hvort sem það eru starfsmenn á launaskrá, verktakar og iðkendur. Einnig húseignir og húsgögn, áhöld og tæki og annað sem fylgir rekstri félagsins s.s. mögulega skaðabótaábyrgð.
Sjóvá býður upp á allar nauðsynlegar tryggingar fyrir öll félög. Tryggingaþörf félaga er mismunandi eftir eðli og umfangi þeirra. Þess vegna leggur fyrirtækjaþjónusta Sjóvár áherslu á faglega ráðgjöf um tryggingar í samræmi við þarfir ykkar og að auki bjóðum við upp á ráðgjöf um forvarnir.
Hér fyrir neðan eru tryggingar sem við mælum með að íþróttafélög skoði sérstaklega.
Ábyrgðartryggingu er ætlað að mæta skaðabótakröfum sem geta fallið á félagið ef aðrir verða fyrir tjóni af völdum starfsemi þess. Það geta bæði verið tjón á eignum og líkamstjón og er oft um háar fjárhæðir er að tefla. Tjónþoli getur verið starfsmaður, viðskiptavinur, þjálfari, iðkandi eða ótengdur aðili.
Hvort sem félagið er lítið eða stórt, í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði er nauðsynlegt að tryggja fasteignir þess og lausafé ef til bótaskylds tjóns kemur. Tryggingar eru nauðsynlegar bæði fyrir lausafé t.d. innréttingar, borðbúnað, tölvur, áhöld og hreinsun eftir bótaskylt tjón.
Í kjarasamningum segir að vinnuveitandi skuli slysatryggja starfsfólk sitt. Stjórnendur þurfa ekki síður að huga vel að sínum tryggingum, þar sem þeir eru stundum utan stéttarfélaga og eiga því t.d. ekki réttindi úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Í boði eru slysatryggingar launþega, slysatryggingar, sjúkratryggingar, sjúkdómatryggingar og líftryggingar.
Oft eru þjálfarar ráðnir sem verktakar og ráða nokkurn vegin sjálfir hvernig þeir haga starfi sínu. Mistök þeirra geta leitt til slysa á fólki eða skemmda á munum sem hefur í för með sér skaðabótakröfu. Ábyrgðartrygging getur náð til slíkra skaðabótakrafna.
Vinnuveitanda ber samkvæmt kjarasamningum skylda til að slysatryggja starfsfólk sitt. Í mörgun tilfellum eru þjálfarar verktakar og þurfa þeir ekki síður að huga vel að sínum tryggingum, þar sem þeir eru stundum utan stéttarfélaga og eiga því t.d. ekki réttindi úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga. Í boði eru slysatryggingar launþega, slysatryggingar, sjúkratryggingar, sjúkdómatryggingar og líftryggingar.
Iðkendur geta verið allt frá ungum börnum sem eru að feta sín fyrstu spor á íþróttabrautinni til afreksfólks á heimsmælikvarða. Allir þessir aðilar þurfa að vera slysatryggðir við íþróttaiðkun sína en þarfir þeirra eru hins vegar mismunandi.
Fjölskyldu- og heimilistryggingar innifela flestar slysatryggingar í frítíma sem tryggja börn við æfingar og í keppni að 16 ára aldri. Þær tryggingar greiða bætur vegna sjúkrakostnaðar, varanlegrar örorku og andláts af völdum slysa.
Sjúkratryggingar Íslands slysatryggja íþróttafólk, 16 ára og eldra, sem slasast við æfingar, sýningar eða keppni. Þeir sem æfa reglubundið hjá íþróttafélagi sem á aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands eða Kraftlyftingasambandi Íslands falla undir þá tryggingu. Nánar má lesa um það hér.
Í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót kemur fram að „…allir samningsbundnir leikmenn skuli vera vátryggðir.“ Aðeins leikmenn meistaraflokks í tveimur efstu deildum karla og efstu deild kvenna geta verið samningsbundnir.
Knattspyrnufélög sem tryggja leikmenn sína hjá Sjóvá hafa keypt samsetta tryggingu sem greiðir bætur ef slys veldur dauða, varanlegri læknisfræðilegri örorku* og vikulegar bætur ef viðkomandi leikmaður er óvinnufær af völdum slyss. Dánarbætur fara eftir fjölskylduhögum, þannig að bætur til maka eru kr. 3.680.369 og kr. 920.693 fyrir hvert barn. Eigi leikmaðurinn ekki maka en hefur börn eða foreldra á framfæri, greiðast kr. 2.760.877. Ef hvorki maki né börn eru til staðar eru greiddar kr. 920.693 til dánarbús.
Grunnfjárhæð örorkubóta eru kr. 6.441.246 en þær geta orðið kr. 14.492.803 ef slysið veldur 100% læknisfræðilegri örorku.Valdi slysið óvinnufærni eru greiddir dagpeningar, sem eru kr. 18.462 á viku auk kr. 1.885 fyrir hvert barn sem leikmaðurinn hefur á framfæri. Biðtími dagpeninga er fjórar vikur, sem þýðir engar bætur eru greiddar fyrstu fjórar vikurnar og bótatími er 48 vikur, eða eitt ár að frádregnum biðtíma.
Þessi trygging tryggir knattspyrnumenn fyrir slysum sem verða í leikjum í meistaraflokki félagsins og æfingum á vegum hans. Hún tryggir þá líka í hópferðum til æfinga og keppnum annars staðar en í heimabæ félagsins.
Allar fjárhæðir hér að framan miðast við vísitölu neysluverðs í januar 2017.
Eins og komið hefur fram hér að framan er ekki skylt að tryggja aðra íþróttamenn en knattspyrnumenn sem eru samningsbundnir. Engin önnur sérsambönd gera kröfu um tryggingu. Sum handknattleiks- og körfuknattleiksfélög kaupa sambærilega tryggingu fyrir sína leikmenn en það er fyrst og fremst í höndum iðkenda, sem eru 16 ára eða eldri að kanna hvort þeir séu tryggðir á vegum síns íþróttafélags. Ef svo er ekki geta þeir keypt slíka tryggingu hjá Sjóvá. Sjá nánar um slysatryggingu.
*Læknisfræðileg örorka er ákveðinn út frá líkamlegum afleiðingum slyssins. Þá er ekki lagt mat á hæfni hins slasaða til að sinna ákveðnu starfi eða framkvæma einhverjar athafnir sem algengar eru í daglegu lífi.