Ferðaþjónustan er einn af máttarstólpum íslenska hagkerfisins og skapar dýrmætar tekjur fyrir þjóðarbúið. Því viljum við taka virkan þátt í uppbyggingu ferðaþjónustunnar og leggja okkar af mörkum til að styðja við þá fjölbreyttu aðila sem starfa í henni.
Við höfum um árabil starfrækt verkefnahóp fyrir ferðaþjónustuna sem skipaður er sérfræðingum með víðtæka þekkingu og reynslu af ólíkum sviðum sem snerta greinina. Hlutverk verkefnahópsins er að stuðla að góðri öryggismenningu innan ferðaþjónustunnar, efla forvarnir, veita ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja og þrýsta á um nauðsynlegar úrbætur í öryggismálum hér á landi.
Verkefnahópinn skipa:
Við þekkjum þarfir fyrirtækja í ferðaþjónustu vel og bjóðum upp á allar tryggingar sem slík starfsemi þarf á að halda. Tryggingaþörf fyrirtækja er ólík eftir eðli og umfangi starfseminnar. Starfsfólk fyrirtækjaráðgjafar Sjóvá leggur áherslu á að veita faglega ráðgjöf í samræmi við þarfir hvers fyrirtækis.
Við hjá Sjóvá búum að áratuga reynslu af forvarnastarfi með viðskiptavinum okkar. Undanfarin ár höfum við unnið að nánara samstarfi við fyrirtæki í ferðaþjónustu um forvarnir og öryggismál, enda allra hagur að vel sé utan um þau haldið. Ávinningurinn af því að fækka tjónum, óhöppum og slysum er margþættur og mikilvægt að allir komist heilir heim.
Samstarf er lykilatriði í forvörnum og við náum mestum árangri með því að vinna saman að því að fækka slysum og óhöppum. Öryggi ykkar og viðskiptavina ykkar skiptir okkur máli. Við hvetjum ykkur til að hafa samband og skoða með okkur hvernig við getum unnið saman að bættri öryggismenningu innan ykkar fyrirtækis.
Sjóvá býður upp á allar nauðsynlegar tryggingar fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Tryggingaþörf fyrirtækja er mismunandi eftir stærð og umfangi starfseminnar. Þess vegna leggur fyrirtækjaþjónusta Sjóvár áherslu á faglega ráðgjöf um tryggingar í samræmi við þarfir allra tegunda fyrirtækja í ferðaþjónustu og að auki bjóðum við upp á ráðgjöf um forvarnir.
Tryggingar sem þú verður að kaupa samkvæmt lögum:
Brunatrygging húseigna
Allir húseigendur verða að kaupa lögboðna brunatryggingu húseigna fyrir sína fasteign.
Lögboðin ökutækjatrygging
Allir eigendur skráningarskyldra ökutæki þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu sem innifelur annars vegar ábyrgðartryggingu eiganda og hins vegar slysatryggingu ökumanns og eiganda.
Tryggingar sem þú þarft að kaupa samkvæmt lögum
Allir húseigendur verða að kaupa lögboðna brunatryggingu húseigna fyrir fasteignina.
Allir eigendur skráningarskyldra ökutækja þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu.
Veitir ábyrgð gagnvart tjónum þar sem fyrirtæki eru gerð bótaskyld skv. skaðabótalögum. Í sumum tegundum ferðaþjónustufyrirtækja er gerð krafa um sérstakar ábyrgðartryggingar.
Hvort sem fyrirtækið þitt er lítið eða stórt, í eigin húsnæði eða leiguhúsnæði er nauðsynlegt að fasteignir þess og allt lausafé sé tryggt til að tryggja réttmætar bætur ef til bótaskylds tjóns kemur.
Samkvæmt kjarasamningum er skylda vinnuveitenda að kaupa slysatryggingu fyrir launþega. Stjórnendur og eigendur þurfa ekki síður að huga vel að sínum persónutryggingum, þar sem þeir eru stundum utan stéttarfélaga og eiga því t.d. ekki réttindi úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga.
Ef rekstur fyrirtækja stöðvast í kjölfar tjóns getur það haft verulegar afleiðingar. Þess vegna bjóðum við upp á rekstrarstöðvunartryggingu sem tryggir framlegðartap vegna bruna-, vatns- og innbrotstjóna og aukakostnað sem er afleiðing rekstrarstöðvunar af fyrrnefndum völdum.
Allir eigendur skráningarskyldra ökutækja þurfa að kaupa lögboðna ökutækjatryggingu, en að auki bjóðum við upp á kaskótryggingu og rúðutryggingu.
Einnig eru í boði tryggingar fyrir báta, skip, flugvélar og vinnuvélar.