Óska eftir að fá reikninga senda rafrænt
Á Mitt Sjóvá geta viðskiptavinir Sjóvá óskað eftir því að fá reikninga senda rafrænt á XML formi í gegnum skeytamiðlara. Tryggingaskírteini, tilkynningar um iðgjaldsauka og eigin áhættur eru send sem PDF viðhengi með rafrænum reikningum.
Hvað þarf til?
Til þess að viðskiptavinir geti fengið rafræna reikninga senda þarf að liggja fyrir upplýst samþykki um rafræn viðskipti ásamt samningi um greiðslufyrirkomulag.
Greiðslusamningur
Forsenda þess að fá rafræna reikninga er að í gildi sé samningur um greiðslur. Hægt er að fá eina greiðslu fyrir viðskiptum mánaðarins eða dreifa greiðslum í allt að 12 mánuði.
Útgáfa reikninga
- Einn reikningur er útgefinn fyrir hvert tryggingaskírteini, iðgjaldsauka og eigin áhættu.
- Tryggingaskírteinið, tilkynning um iðgjaldsauka eða eigin áhættu fylgir ávallt reikningnum sem PDF viðhengi.
- Ein heildarupphæð er á reikningi, en sundurliðun er að finna í viðhengi sem fylgir.
- Mánaðarlega er send ein krafa fyrir viðskiptum mánaðarins eða samkvæmt samkomulagi um greiðsludreifingu.
Tæknimálið
Allir reikningar byggja á XML tækni og fylgja almennt tækniforskrift TS-136 og útgáfu ICEPRO Ákvörðun um samræmd viðmið fyrir rafræna reikninga tryggingarfélaga
Þjónustuaðili
Skeytamiðlari Sjóvá er Unimaze
Reikningar til Sjóvá
Allar upplýsingar um skil á rafrænum reikningum er að finna hér.