Greiðsludreifing
Þú getur greitt tryggingar þínar með mánaðarlegum greiðslum. Hægt er að skipta greiðslum í 3, 6, 9, eða 12 mánuði. Einnig er hægt að vera með eingreiðslu í öllum neðangreindum greiðsluleiðum.
Kostnað við greiðsludreifingu má nálgast undir Gjaldskrá greiðsludreifingar.
Boðgreiðsla
Skuldfærsla af kreditkorti/debetkorti.
Hafðu samband við okkur og við skráum inn kortanúmerið.
Hægt er að uppfæra kortanúmer á Mitt Sjóvá.
Beingreiðsla
Skuldfærsla af bankareikningi samkvæmt samningi.
Hafðu samband við okkur og við sendum þér rafrænan samning til samþykktar.
Gjalddagi og eindagi kröfu er fyrsta virka dag hvers mánaðar.
Greiðsludreifing fyrirtækja
Krafa stofnast í heimabanka.
Gjalddagi fyrsta dag mánaðar og eindagi 15 dögum síðar.