Það skiptir máli að vera með tryggingavernd sem endurspeglar þinn rekstur. Sérfræðingar okkar búa yfir mikilli þekkingu og reynslu af samstarfi með fyrirtækjum í alls konar rekstri. Við yfirförum verndina reglulega svo hún taki alltaf mið af þörfum fyrirtækisins hverju sinni.
Hjá fyrirtækjaþjónustu okkar starfa reyndir sérfræðingar sem leggja metnað í persónulega ráðgjöf og þjónustu. Frumkvæði okkar og heimsóknir til viðskiptavina miða að því að fara yfir tryggingaverndina, breytingar í rekstri og tryggingaþörf. Í þessum heimsóknum er einnig hugað að tjóna- og slysavörnum fyrirtækja.
Við leggjum áherslu á skjóta, fumlausa og örugga tjónaþjónustu. Tjónaþjónusta okkar er á vakt allan sólarhringinn til að tryggja að viðskiptavinir fái bestu mögulegu þjónustu þegar þeir þurfa á henni að halda. Ef þú þarft að tilkynna tjón fyrir þitt fyrirtæki eru rafrænar tjónstilkynningar á Mitt Sjóvá sem auðvelda þér að tilkynna öll helstu tjón.
Starfsemi fyrirtækja er í stöðugri þróun. Þess vegna þarf reglulega að endurskoða tryggingaverndina. Breytingar á starfsmannahaldi, umsvifum eða húsnæði kalla á breyttar tryggingar. Það sama á við ef fyrirtækið haslar sér völl á nýju sviði eða fjárfestir í nýjum tækjabúnaði. Við aðstoðum fyrirtæki við að endurmeta þörfina miðað við aðstæður hverju sinni.
Við búum að áratuga reynslu af forvarnastarfi með viðskiptavinum okkar. Samstarf um forvarnir miðar að því að minnka líkur og koma í veg fyrir hvers kyns tjón og slys sem geta hlotist af starfseminni. Samvinna er lykilatriði í þessari vinnu og leggjum við mikið upp úr góðu samtali um áherslur og forgangsröðun brýnustu verkefna.
Sjóvá hefur á að skipa tólf útibúum og fjölmörgum umboðs- og þjónustuskrifstofum víðs vegar um landið. Við leggjum kapp á að þjónusta okkar sé öllum aðgengileg, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga.
Sjá nánar um útibú og umboð.
Það skiptir máli að vera með tryggingar í samræmi við þarfir og eðli rekstrarins. Hér getur þú séð þær tryggingar sem við mælum með að þú skoðir fyrir þitt fyrirtæki, eftir því í hvaða geira það starfar.
Öll framleiðslu og iðnaðarfyrirtæki þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Miklu máli skiptir að huga að tryggingum á öllu því sem tilheyrir rekstrinum hvort sem það er fyrir starfsmenn, fasteignir, tæki, bíla og öllu öðru sem tilheyrir rekstrinum þannig að allt sé rétt og vel tryggt komi til tjóns.
Öll þjónustufyrirtæki þurfa tryggingar fyrir starfsemi sína. Miklu máli skiptir að huga að tryggingum á öllu því sem tilheyrir rekstrinum hvort sem það er fyrir starfsmenn, fasteignir, tæki, bíla og öllu öðru sem tilheyrir rekstrinum þannig að allt sé rétt og vel tryggt komi til tjóns.