Öflugar forvarnir allra hagur
Það er hagur allra fyrirtækja að fækka tjónum og efla öryggi starfsfólks, sama í hvaða geira fyrirtækið starfar eða hversu umfangsmikil starfsemin er. Markviss áhersla á öryggismál leiðir ekki eingöngu af sér færri tjón eða lægri rekstrarkostnað. Slík vinna skilar sér líka í breyttu hugarfari starfsfólks gagnvart forvörnum og öryggismálum, áherslurnar verða hluti af fyrirtækjamenningunni og leiða til aukinnar starfsánægju.