Slys og alvarlegir sjúkdómar geta höggvið stórt skarð í fjárhagslegt öryggi. Við bjóðum upp á góðar tryggingar fyrir tekjutapi sem getur orðið í kjölfar slysa og veikinda, hvort sem það er varanlegt eða til styttri tíma.
Hægt er að innifela neðangreint í slysatryggingum og greiða fyrir það sérstakt iðgjald:
Keppnisíþróttir, akstur- og bardagaíþróttir, fjalla- og klettaklifur, bjargsig, froskköfun, dreka- og svifflug, fallhlífarstökk og aðrar hliðstæðar og eðlisskyldar íþróttir.
Bótum úr sjúkra- og slysatryggingum er ætlað að bæta tekjutap, hvort sem það er til langs eða skamms tíma. Bætur eiga því að taka mið af launum þínum. Algengt er að dagpeningar jafngildi 75% af mánaðarlaunum og örorkubætur þreföldum til fimmföldum árslaunum.