Tryggingin tekur til bótaskyldra tjóna sem verða á afla- og veiðafærum.
Mikilvægt er að lausafé, svo sem afli og veiðarfæri, sem ekki fellur undir húftryggingu skipsins sé tryggt sérstaklega. Í boði eru tveir skilmálar. Tekur sá víðtækari til tjóna er verða á frystum afurðum vegna breytinga á hitastigi. Vátrygging á frystum afurðum gildir um borð í frystiskipum og í frystigámum eða öðrum frystigeymslum þar til útskipun fer fram.
Aðrir hagsmunir sem fallið geta undir trygginguna s.s. veiðarfæri, kostur, olía, smurolía, kassar og kör eru eingöngu vátryggð um borð í skipinu. Veiðarfæri eru aldrei vátryggð á meðan þau eru í sjó.
Tryggingartaki og Sjóvá koma sér saman um verðmæti afla og veiðarfæra í byrjun hvers tryggingatímabils.
Tryggingin greiðir aldrei hærri bætur en sem nemur andvirði þeirra afurða sem um borð eru á hverjum tíma.
Vegna frystra afurða er reiknað bráðabirgðaiðgjald, sem greiðist fyrirfram og nemur helmingi fulls iðgjalds. Í lok vátryggingartímabils reiknast hið raunverulega iðgjald af meðaltali aflaverðmætis, þ.e. samanlögðu aflaverðmæti allra veiðiferða ársins deilt með fjölda þeirra. Reynist hið raunverulega iðgjald hærra en bráðabirgðaiðgjaldið ber vátryggingartaka að greiða mismuninn, reynist það lægra endurgreiðir félagið vátryggingartaka mismuninn.