Mikill árangur hefur náðst hér á landi í baráttu gegn ölvunar- og vímuefnaakstri. En þó eru alltaf einhverjir sem freistast til að setjast undir stýri undir áhrifum.
Ef ökumaður hefur ekki öðlast ökuréttindi eða er undir áhrifum áfengis eða lyfja þegar hann lendir í tjóni, telst hann hafa valdið því af ásetningi eða stórfelldu gáleysi eins og það er kallað í lögum um vátryggingar.
Undir þessum kringumstæðum greiðir Sjóvá bætur úr lögboðinni ábyrgðartryggingu. Við getum þó endurkrafið ökumanninn um þær bætur sem greiddar eru úr tryggingunni vegna tjónsins. Málinu er þá vísað til endurkröfunefndar sem starfar á vegum viðskiptaráðuneytisins.
Ef um kaskótjón er að ræða getur bótaskylda fallið niður og þar með ber ökumaður sjálfur ábyrgð á tjóninu.