Dæmi um það sem er bætt:
Ökutæki lendir í árekstri þar sem það veldur tjóni
Ökutækið veltur
Tjón á rafhlöðu rafbíls, vél og gírkassa ef ökutækið rekst niður í akstri
Snjór eða grýlukerti falla af þaki húss á ökutækið
Tjón verður af völdum eldinga, grjóthruns, skriðufalls og snjó-, aur- og vatnsflóðs
Tjón af völdum dýra annarra en gæludýra
Dekkjum og felgum eða öðru er stolið af ökutækinu
Tjón af völdum eldsvoða
Tjón á ökutækinu af völdum þjófnaðar og þjófnaðartilrauna
Tjón af völdum óveðurs, þó ekki vegna skemmda af völdum jarðefna s.s. sands
Ef ökutækið verður óökuhæft vegna kaskótjóns greiðum við kostnað við flutning ökutækisins til næsta verkstæðis
Upptalningin er ekki tæmandi. Kynntu þér skilmála tryggingarinnar.
Tryggingin bætir ekki:
Tjón vegna vélarbilunar eða skemmdir og slit sem verða af eðlilegri notkun
Tjón vegna foks lausra jarðefna t.d. ef sandfok skemmir lakk á bíl
Tjón ef vatn flæðir inn í bíl eða vél þegar ekið er yfir óbrúaðar ár
Tjón á undirvagni (t.d. rafhlöðu, vél eða gírkassa) ef ökutækið rekst niður í akstri á fjallvegum, slóðum, utan vega eða yfir óbrúaðar ár.
Tjón sem verður í aksturskeppni
Tjón vegna hefðbundinnar umgengni svo sem vegna reykinga eða neyslu drykkja
Tjón sem verða við að vatn flæðir inn í vélarhús, farþega- eða farangursrými
Hvað getur haft áhrif á iðgjaldið?
Notkun hefur áhrif á iðgjaldið til dæmis er ekki sama iðgjald á einkabíl og bílaleigubíl
Gerð bíls hefur áhrif á iðgjaldið til dæmis er ekki sama iðgjald fyrir Yaris og BMW X5
Aldur ökutækis hefur áhrif á iðgjaldið. Þannig er dýrara iðgjald fyrir nýjan bíl en 10 ára bíl sömu tegundar.
Eigin áhætta hefur áhrif á iðgjaldið þannig að eftir því sem hærri eigin áhætta er valin lækkar iðgjaldið.
Viðskiptavinir í Stofni fá afslátt af iðgjaldi og tjónlausir og skilvísir viðskiptavinir fá einnig Stofnendurgreiðslu af iðgjaldi kaskótryggingar einkabíla og mótorhjóla.