Rekstrarstöðvunartrygging greiðir rekstrartap vegna samdráttar í vörusölu í kjölfar bótaskylds tjóns úr eignatryggingu lausafjár. Einnig er hægt að tryggja aukakostnað sem hlýst af rekstrarstöðvun sérstaklega
Rekstrarstöðvunartrygging er ætluð atvinnurekendum og fyrirtækjum. Umfang tryggingarinnar, þ.e.a.s. bótasvið hennar, bótatími og upphæðir trygginga, er mismunandi og ræðst m.a. af stærð fyrirtækis og eðli rekstrar. Tryggingin tekur til fjárhagslegs tjóns sem tryggingartaki verður fyrir vegna samdráttar í vörusölu eða þjónustu af völdum tjóns sem leiða má til bruna (eldsvoða), vatnsflæðis innandyra og innbrotsþjófnaðar.
Auk þess bætir vátryggingin þann nauðsynlega og sannanlega aukakostnað sem er bein afleiðing af því að húsnæði vátryggingartaka er að nokkru eða öllu leyti ónothæft af völdum tjóns.
Rekstrarstöðvunartryggingu er þannig almennt ætlað að bæta tryggingartaka það rekstrartjón sem hann verður fyrir á þeim tíma sem rekstur hans stöðvast.
Bótatíminn er oftast 12 mánuðir en getur þó verið 6, 18 eða 24 mánuðir. Fer það eftir aðstæðum og eðli starfseminnar
Tapaða framlegð af völdum brunatjóns, vatnstjóns og innbrotsþjófnaðar sem stöðvar starfsemina að öllu leyti eða að hluta til.
Aukakostnað sem fellur til meðan á rekstrarstöðvun stendur, s.s. húsaleigu og auglýsingar.
Aukakostnað sem er nauðsynlegur til að hefja starfsemi að nýju, s.s. flutningskostnað og standsetningu.
Iðgjaldið tekur mið af eðli starfseminnar og tryggingarupphæðinni en hún er mismunur á vörusölu án virðisaukaskatts og vörukaupum. Þessi mismunur og þar með tryggingarupphæðin er framlegð tryggingartakans.
Rekstrartap vegna verkfalls, verkbanns, vélarbilunar eða afleiðingar þess að töf verður á því að hefja reksturinn aftur sökum fjármagnsskorts, endurbóta, stækkunar, fyrirmæla hins opinbera eða þess háttar.
Rekstrarstöðvunartryggingin er ein af grundvallartryggingum atvinnurekstrar. Til annarra mikilvægra trygginga má telja lögboðna brunatryggingu fasteignar, húseigendatryggingu, ábyrgðartryggingu atvinnurekstrar og samningsbundna slysatryggingu launþega.