Aukakostnaðartrygging greiðir óhjákvæmilegan aukakostnað sem fellur til í kjölfar bótaskylds tjóns úr eignatryggingu lausafjár.
Áður en tryggingin er gefin út þarf tryggingartaki í samvinnu við Sjóvá að áætla þann aukakostnað sem getur fallið til komi til tjóns. Ef til dæmis þarf að leigja nýtt húsnæði tímabundið fyrir starfsemina þá væri það einn þáttur sem þarf að innifela, einnig ef auglýsa þarf nýja staðsetningu.
Tryggingin er seld samhliða eignatryggingu lausafjár og þarf tjón að vera bótaskylt samkvæmt skilmálum hennar, ef svo er þá er aukakostnaður sem fyrirtækið þarf að leggja í greiddur.
Iðgjaldið reiknast af vátryggingarfjárhæðinni sem er samtala aukakostnaðarins.