Tryggingin bætir tjón á lausafé vegna ákveðinna orsaka, meðal annars bruna, óveðurs og hraps. Tryggingin bætir einnig tjón á búfénaði vegna umferðaróhapps og raflosts.
Lausafjártrygging fyrir bændur, oft kölluð bændatrygging eða landbúnaðartrygging, er fyrst og fremst ætluð fyrir bændur með búfénað í hefðbundnum búrekstri. Tryggingin tryggir allt lausafé, en lausafé getur verið vélar, áhöld og tæki tilheyrandi búrekstrinum, fóður, þ.m.t. hey, uppskera svo og allur búfénaður.
Þú sem kaupandi tryggingarinnar sundurliðar hvaða lausafé þú ætlar að tryggja, verðmæti þess að nývirði og hvar það er staðsett. Við nýtum okkur upplýsingar úr forðagæsluskýrslum til að áætla verðmæti búfjár og fóðurs.