Hjá Sjóvá starfa sérfræðingar með víðtæka reynslu af tryggingaráðgjöf við flugtengda starfsemi hér á landi. Við aðstoðum þig við tryggingar fyrir allar gerðir loftfara, hvort sem það er svifflug, einkaflug eða atvinnuflug.
Flugtrygging samanstendur af þremur megin þáttum: lögboðinni ábyrgðartryggingu, slysatryggingu flugmanns og farþega og húftryggingu loftfarsins.
Mikilvægt er fyrir eigendur loftfara að huga vel að tryggingum og þá sérstaklega með tilliti til þeirra laga og reglugerða sem gilda um rekstur loftfara.
Hér fyrir neðan er nánar fjallað um þær tryggingar sem innifaldar eru í flugtryggingu.
Ábyrgðartryggingin byggir á reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr 78/2006, en hún setur lágmarkskröfur fyrir flugrekendur og umráðamenn loftfara um tryggingar vegna farþega, farangurs, farms og þriðja aðila.
Vátryggingarfjárhæðir tryggingarinnar byggja á ákvæðum úr reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr 78/2006.
Slysatrygging flugmanns er valkvæð trygging sem tekur eingöngu til einka- og kennsluflugvéla.
Tryggingin greiðir dánar- og örorkubætur vegna slyss er flugmaður verður fyrir:
Með orðinu “slys” er hér átt við skyndilegan, utanaðkomandi atburð sem veldur meiðslum á líkama hins tryggða og gerist án vilja hans.
Bótafjárhæðir tryggingarinnar byggja á ákvæðum úr reglugerð um skylduvátryggingar vegna loftferða nr 78/2006. Þar segir meðal annars í 4. gr.:
„Vátryggingarfjárhæð vegna dauða og 100% varanlegrar örorku skal að lágmarki miðast við jafnvirði 100.000 SDR í íslenskum krónum fyrir hvern mann. Við minni örorku greiðast bætur hlutfallslega.“
Húftrygging er valkvæð trygging sem bætir hlutatjón og altjón á loftfarinu af völdum skyndilegs og utanaðkomandi atviks.
Ef annað er ekki tekið fram nær vátryggingin til:
Tryggingartaki ákveður verðmæti flugfarsins. Iðgjaldið reiknast út frá verðmætinu og tekur mið af meðal annars notkun, fjölda hreyfla og flugreynslu flugmanna.
Hægt er að kaupa svokallaða utanvallatryggingu til þess að lendingar og flugtök á óskráðum flugvöllum á Íslandi falli undir trygginguna. Eftirfarandi skilyrði þurfa að vera uppfyllt:
Ef gerð verður bótakrafa vegna lendingar á óskráðum flugvelli þá er það á ábyrgð hins tryggða að sanna að ofangreindum atriðum hafi verið fullnægt. Takist vátryggingartaka það ekki er eigináhætta í því tjóni tvöföld.