Verktakatryggingin bætir tjón á mannvirkjum í byggingu vegna skyndilegra og ófyrirsjáanlegra utanaðkomandi atvika
Verktakatryggingin bætir tjón á mannvirki í byggingu og einnig á byggingarefni á verkstað. Skilyrði er að tjón verði vegna skyndilegs eða ófyrirsjáanlegs atviks. Vátryggingarfjárhæðin skal vera jöfn endanlegu kostnaðarverði mannvirkisins.
Komi til tjóns ber tryggingartakinn eigin áhættu sem ýmist er hlutfall tjóns eða tilgreind fjárhæð. Sé þess óskað er hægt að innifela í tryggingunni vinnuskúra,vinnupalla,steypumót og verkfæri. Einnig er hægt að innifela hreinsunarkostnað eftir tjón.
Í skilmálum er að finna tæmandi yfirlit um undanþágur frá bótaskyldu.
Verktakatryggingin er ein þeirra trygginga sem verktökum er ráðlagt að huga að. Aðrar mikilvægar tryggingar eru verktrygging og starfsábyrgðartryggingar hönnuða og byggingarstjóra.