Leikhópurinn Lotta sýnir Bangsímon
Í sumar setur Leikhópurinn Lotta upp fjölskyldusöngleik byggðan á sögum um hinn eina sanna Bangsímon.
Viðskiptavinir okkar í Stofni fá frítt fyrir tvö börn (yngri en 18 ára) með einum keyptum fullorðinsmiða á sýningu að eigin vali, hvar sem er á landinu.
Til að nýta tilboðið þarftu einfaldlega að skrá þig inn á Mitt Sjóvá, smella á Leikhópinn Lottu undir flipanum „Tilboð og fríðindi“ og smella að lokum á „Virkja tilboð“. Þá færðu sent SMS sem þú sýnir til staðfestingar á að þú sést Stofnfélagi í miðasölunni hjá leikhópnum og færð barnamiðana tvo afhenta með keyptum fullorðinsmiða.
Fullorðinsmiða og aðra miða er hægt að kaupa í miðasölunni á staðnum eða fyrirfram á vefsíðunni tix.is.
Miðaverð á sýninguna er 3.700 kr., frítt er fyrir 2ja ára og yngri.
Leikhópurinn Lotta hefur verið starfandi um árabil og er fyrir löngu orðinn þekktur fyrir skemmtilegar sýningar þar sem hinar og þessar ævintýrapersónur koma við sögu. Bangsímon er 14. frumsamdi söngleikurinn sem Leikhópurinn Lotta setur upp, að venju er fjörið í fyrirrúmi, mikið af gríni, glensi, skemmtilegum lögum og boðskapurinn fallegur.
Bangsímon er sýning sem er hugsuð fyrir alla aldurshópa og eiga þar fullorðnir jafnt sem börn að geta skemmt sér saman. Sýningartími er klukkustund og þar sem sýningarnar eru utandyra mælum við með að þið grípið með ykkur teppi til að sitja á og hafið með ykkur nesti.
Sem fyrr ætlar Lotta að ferðast um allt land með sýninguna og því um að gera að kynna sér hvenær þau verða í nágrenni við þig í sumar. Þú finnur ferðaáætlun hópsins fyrir sumarið á leikhopurinnlotta.is og á Facebook-síðu leikhópsins.
Leikhópurinn Lotta frumsýnir sumarsýningu sína, Bangsímon, þann 31. maí á Friðþjófstorgi á Patreksfirði.