Markmið:
Að ná stöðugri og öruggri ávöxtun með aukningu eigna í vaxtatekjum og gengishagnaði af innlendum ríkisskuldabréfum
Hverjir ættu að fjárfesta í sjóðnum?
- Einstaklingar sem vilja taka litla áhættu við ávöxtun eigna.
- Einstaklingar sem einkum vilja fjárfesta í innlendum skuldabréfum.
- Einstaklingar sem eiga skamman samningstíma eftir og vilja stöðuga ávöxtun.
Fjárfestingarstefna
- Ríkisskuldabréf að lágmarki 90% og að hámarki 100%
- Innlán/laust fé að lágmarki 0% og að hámarki 10%
Ávöxtun
- Ávöxtun safnsins ræðst af verðþróun íbúðabréfa og skuldabréfa.
- Ávöxtun ríkisbréfa hefur verið stöðug undanfarin ár.
- Ríkissjóður Sjóvá líftrygginga hf. býður upp á minni sveiflur og meiri stöðugleika í ávöxtun en flest önnur sparnaðarform.
- Vinsamlegast athugið að gengi verðbréfasafnsins getur lækkað ekki síður en hækkað og að ávöxtun í fortíð þarf ekki að segja til um ávöxtun í framtíð.