Þeir sem stunda langhlaup sem almenningsíþrótt eru flestir vel tryggðir hafi þeir Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Fjölskylduvernd 2 og Fjölskylduvernd 3. Afreksíþróttafólk þarf þó að huga að sinni vernd.
Slysatrygging í frítíma, sem er innifalin í Fjölskylduvernd 2 og 3 og er valkvæð í Fjölskylduvernd 1, innifelur almenningsþátttöku í víðavangs- og götuhlaupum þar sem allir geta tekið þátt án skilyrða um lágmarksfærni eða –getu.
Það á ekki við um þá sem æfa og keppa undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga og samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi.
Ef það síðarnefnda á við um þig, getur þú tryggt þig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.
Það er mikilvægt að þú kynnir þér hvort tryggingarnar þínar gildi þegar þú ferðast til útlanda. Sem dæmi gildir Slysatrygging í frítíma, sem er hluti af Fjölskylduvernd 2 og 3, hvar sem er í heiminum í allt að níu mánuði. Engin tímamörk eru hins vegar í gildi í Almennri slysatryggingu.
Slysatrygging í frítíma sem er innifalin í Fjölskylduvernd 2 og 3 nær til slysa sem kunna að verða ef þú ert úti að hlaupa þér til ánægju og heilsubótar. Hún undanskilur þó umferðarslys, t.d. ef ekið er á þig á bíl, mótorhjóli eða öðru skráningarskyldu ökutæki. Þá áttu rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu ökutækisins. Sama má segja um slys af völdum vélknúins ökutækis sem skráð er erlendis þar sem lögboðið er að vátryggja vegna slíkra slysa.
Ef þú ert launþegi, þ.e. ert í vinnu hjá öðrum, og hleypur í eða úr vinnu þá ertu a.m.k. tryggður samkvæmt kjarasamning í vinnu og á beinni leið á milli vinnustaðar og heimilis.
Ef þú ert að hlaupa í keppnishlaupi skaltu fara yfir hvaða tryggingar þú þarft (sjá svar hér að ofan)
Slysatrygging í frítíma, sem er hluti af Fjölskylduvernd 2 og 3, nær yfir hlaup, sama hvort þau eru á malarvegum, úti á vegum og uppi á fjöllum, að því gefnu að fjallið sé ekki hærra en 4000 metrar yfir sjávarmáli. Ef þú ert hins vegar að keppa í slíkum hlaupum skaltu fara yfir hvaða tryggingar þú þarft í keppnishlaupi (sjá svar hér að ofan).
Stefán er umhverfisstjórnunarfræðingur og mikill náttúruunnandi, enda stundum verið kallaður „umhverfisnörd.“ Hann segir áhugann á umhverfismálum og hlaupaástríðuna eiga sér sömu rætur.
„Ég ólst upp í sveit, mjög gamalli sveit, og hef frá unga aldri verið mjög meðvitaður um hversu háður maður er náttúrunni. Þar verður til þessi löngun til að vera sem mest í náttúrunni og finna samhljóm með henni, það sem Laxness kallar „kraftbirtingarhljóm guðdómsins.“ Upp úr þessari barnæsku vaxa báðir þessir nördismar.“
„Flandri er galopinn hópur, þar sem ekki eru gerðar neinar kröfur um getu. Þar er engin félagaskrá og ekkert félagsgjald. Við reynum bara að telja fólki trú um að það sé rosalega gaman að hlaupa með okkur og erum með fasta æfingatíma.“
„Ég hljóp áratugum saman einn og það virkaði vel, en að hlaupa með hópi finnst mér virka enn betur. Hópurinn skapar festu. Eftir að Flandri var stofnaður fór ég að æfa reglulegar; við erum með æfingar þrisvar í viku allan ársins hring, og maður bara mætir þar hvernig sem veðrið er og þarf ekki að standa í neinum samningaviðræðum við sjálfan sig.
Í hópnum fer líka fram ákveðin fræðsla. Hún fer ekki endilega fram með skipulegum hætti; þetta er eins konar jafningjafræðsla, fólk stendur frammi fyrir sömu áskorunum og leitar að svörunum saman. Við erum fólk á öllum getustigum og með mismikla reynslu. Við förum mishratt, en skokkum saman og spjöllum um allt mögulegt.
Einn stærsti kosturinn við hópinn er sá sami og fylgir öllu félagsstarfi. Ef maður upplifir að maður sé hluti af hópi – hvort sem það er hlaupahópur eða brönugrasaklúbbur – þá hefur það marktæk áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu. Rannsóknir hafa meira að segja sýnt að veikindadögum fækkar. Í hlaupahópnum eru allir jafnir, ráðherra og verkamaður hlaupa hlið við hlið, allur stéttamunur eyðist út þegar menn eru komnir í spandex.“
„Já tvímælalaust, en maður verður líka að virða það að sumir eru í þessu til að búa sér til einveru. Sumir eru í annasömu starfi þar sem er mikið áreiti og fara út að hlaupa til fá frið sem er kannski ekki endilega að finna í hlaupahópnum.“
„Ég hef aldrei heyrt það. Flestir hljóta að vera með einhverjar fjölskyldutryggingar sem vernda þá í frístundum en þetta er aldrei rætt. Hvað ef ég er á hlaupum með hlaupahópnum, dett og axlarbrotna? Bæta tryggingarnar mínar þá vinnutapið? Ég fer á alls konar hlaupaæfingar; hleyp á götunni, hleyp á malarvegi, og upp og niður brattar skriður í Hafnarfjallinu rétt hjá Borgarnesi – og ég veit satt að segja ekki hvort ég er tryggður í öllum þessum aðstæðum. Sjálfsagt leiða fæstir hugann að þessu.“
Hér má skjóta inn í að slysatrygging í frítíma, sem er innifalin í Fjölskylduvernd 2 og 3 hjá Sjóvá tekur til slysa sem hlauparar verða fyrir þegar þeir stunda þetta áhugamál sitt. Hún nær líka til almenningsþátttöku í götu- víðavangshlaupum, til dæmis Reykjavíkurmaraþoni og Laugarvegshlaupinu, en undanskilur æfingar og keppni í afreksíþróttum. Með afreksíþróttum er átt við einstaklings- og liðsíþróttir, sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga og samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi.
„Miðað við íbúafjölda, já. Fyrir 10 árum vorum við tveir karlar, en síðan hafa á annað hundrað manns hlaupið með hópnum ef allt er talið. Í dag eru 15 til 20 nokkuð virkir meðlimir, þar af sex eða sjö sem hafa hlaupið maraþon. Og í sumar ætla fjórir úr hópnum að hlaupa Laugaveginn. Þannig að þetta hefur vaxið mjög mikið, reyndar ekki bara í Borgarnesi heldur líka á landsvísu.“
„Ég held að þar komi margir þættir inn í. Að hluta til er þetta alþjóðleg þróun sem við erum bara hluti af. Á uppgangstímunum fyrir hrun var líka lögð mikil vinna í að búa til stemningu kringum Reykjavíkurmaraþon, til dæmis með því að bjóða hingað keppendum í heimsklassa og gera umgjörðina áberandi og skemmtilega. Eftir hrun varð annars konar vakning sem leiddi til fjölgunar. Margir sem lentu í vandræðum eða höfðu gleymt sér við að græða peninga voru að leita leiða til að dreifa huganum og styrkja líkama og sál. Svo verða einhvers konar margföldunaráhrif, um leið og þú upplifir að allir séu að hlaupa þá ferð þú líka að hlaupa. Þannig vindur þetta upp á sig, rúllar áfram eins og snjóbolti og heldur áfram að stækka þangað til eitthvað annað tekur við.“
„Hjólin eru alltaf að verða vinsælli. En samt hefur ekkert fækkað í hlaupunum. Það er pláss fyrir hvort tveggja. Það hefur líka orðið mikil gönguskíðavakning eins og maður sér í kringum Landvættina. Það er stöðugt verið að búa til nýjar áskoranir, sem er gott af því það er svo gefandi fyrir sálina að setja sér markmið og ná þeim. Allar þessar íþróttir – hlaup, skíði, sund, hjólreiðar – eru þannig að maður getur sett sér mælanleg markmið. Þannig getur þú búið til sigurtilfinningu í sjálfum þér, sem er kannski ekki borðleggjandi í vinnunni eða daglegu amstri. “
„Þú þarft í rauninni ekki neitt. En það er ekki vitlaust fyrir þann sem er að byrja að kaupa sér góð föt og góða hlaupaskó því að það markar ákveðið upphaf, þá sýnirðu sjálfum þér að þú sért búinn að taka þessa ákvörðun. En græjurnar þurfa ekki að vera dýrar. Ef maður er svolítið útsjónasamur er hægt að fá góða hlaupaskó á innan við tíuþúsundkall. Eitt ráð er að kaupa módel af skóm frá því í fyrra; um leið og nýja módelið kemur á markaðinn lækkar verðið á því gamla.“
„Fólk ætlar að gera of mikið á of stuttum tíma. Þannig er algengast að fólk meiðist. „Það tekur sjö ár að búa til hlaupara,“ eins og einhver sagði einhvern tímann. Fólk sem er að byrja að hlaupa ætti kannski að setja sér verulega verðugt markmið til sjö ára. Eins og að hlaupa Laugaveginn árið 2024. Svo er auðvitað um að gera að setja sér mörg önnur markmið til skemmri tíma og gleðjast við öll tækifæri yfir sigurtilfinningunni sem fylgir því að ná hverju þeirra um sig. Það er ekkert minna eða ómerkilegra markmið fyrir þann sem er að byrja að hlaupa að komast 3 kílómetra á 25 mínútum en það er fyrir einhvern vanan hlaupara að hlaupa Laugaveginn undir 6 klst.“
„Í sjálfu sér er það ekki svo mikið mál. Þar gildir það sama, að taka lítil skref til að byrja með. Stóri munurinn er að í götuhlaupum ertu alltaf að hlaupa á sléttu, en í fjallahlaupum lendirðu alltaf á nýju undirlagi í hverju skrefi. Það hefur ákveðna kosti, dreifir álaginu á liðina og styrkir fleiri vöðva. Kannski er þetta eðlilegra álag því að okkur er jú eðlislægt að hlaupa úti í náttúrunni. Ég mæli ekki með því að menn mæti í Laugavegsmaraþon ef þeir hafa bara æft sig á bretti allan veturinn.“