Þeir sem stunda golf sem afþreyingu eru flestir vel tryggðir hafi þeir Slysatryggingu í frítíma sem fylgir Fjölskylduvernd 2 og Fjölskylduvernd 3. Afreksíþróttafólk og golfkennarar þurfa þó að huga að sinni vernd.
Almenningur sem stundar golf sem afþreyingu er tryggður í frítímaslysatryggingu fjölskylduverndar þegar hann spilar almennt golf og í golfmótum þar sem hver sem er getur tekið þáttt og ekki er krafist lágmarksforgjafar.
Golfkennarar og þeir sem keppa og æfa undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga eða samtaka sem hafa íþróttakeppni að markmiði, þurfa að huga að sinni tryggingavernd. .
Ef það síðarnefnda á við um þig, geturðu tryggt þig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.
Sjá svar hér að ofan.
Ef golfari verður fyrir því óláni að valda öðrum tjóni við golfiðkun eru slík tjón bætt úr ábyrgðartryggingu Fjölskylduverndar 1 og 2 svo lengi sem rekja má tjónið til skaðabótaskyldrar háttsemi svo sem gáleysis.
Ábyrgðartryggingin í Fjölskylduvernd 3 er víðtækari þar sem hún bætir slík tjón án tillits til þess hvort tjónið sé að rekja til skaðabótaskyldrar háttsemi eða óhappatilviks.
Golfbúnaðurinn er tryggður í Fjölskylduvernd, eins og annað innbú. Ef honum er stolið við innbrot í íbúð er hann bættur. Ef honum er stolið við innbrot í bílskúr eða öðrum geymslum utan íbúðar getur bótafjárhæð verið takmörkuð. Ef búnaðinum er stolið úr ökutæki og greinileg merki eru um innbrot, er hann bættur.
Búnaður fæst ekki bættur ef honum er stolið þar sem hann er skilinn eftir án eftirlits.
Ekki á að vera þörf á að tryggja búnaðinn sérstaklega ef þú ert með Fjölskylduvernd, nema um mjög dýran búnað sé að ræða. Ef þú ert í vafa leitaðu þá til ráðgjafa okkar. Við ráðleggjum viðskiptavinum okkar alltaf að tryggja að innbúsverðmæti sé ekki vanáætlað, til að tryggja að fullar bætur fáist ef þeir verða fyrir miklu tjóni.
Það er mikilvægt að þú kynnir þér hvort tryggingarnar þínar gildi þegar þú ferðast til útlanda. Sem dæmi gildir Slysatrygging í frítíma, sem er hluti af Fjölskylduvernd 2 og Fjölskylduvernd 3, hvar sem er í heiminum í allt að níu mánuði. Engin tímamörk eru hins vegar í gildi í Almennri slysatryggingu.
Ragga er íslenskum kylfingum að góðu kunn. Hún er margfaldur Íslandsmeistari í golfi, fyrrverandi landsliðsmaður og mikilvirkur golfkennari. Hún heldur einnig úti síðunni www.apari.is þar sem er að finna fría ráðgjöf og upplýsingar fyrir kylfinga.
Ég byrjaði árið 1983. Ég bjó við hliðina á golfvellinum uppi í Grafarholti og eitt sumarið fékk bróðir minn vinnu þar. Hann dró mig með sér og síðan þá hef ég verið í golfi. Það var stutt fyrir okkur að fara með golfpokann á bakinu og við spiluðum fram á nætur. Pabbi og mamma þurftu að leita að okkur á kvöldin til að ná okkur heim. Á haustin þegar það fór að dimma spiluðum við í myrkri.
Nei, það var ekki mikið framboð á því þá. Núna er enginn maður með mönnum nema hann fari á námskeið. Maður byrjaði bara að æfa og svo byrjaði maður að spila. Nú eru komnir lærðir golfkennarar í alla stærstu klúbbana og flesta þá minni líka. Það er fagmannlega staðið að öllu uppbyggingarstarfi, sem er náttúrlega stórkostlegt. Krakkarnir fá góða meðhöndlun, sem og allir meðlimir klúbbanna. Ég mæli með því að að fólk fái tilsögn í upphafi til að hafa undirstöðuna góða.
Þegar ég var unglingur voru flatirnar eins og þvottabretti langt fram eftir sumri. Þetta hefur breyst, nú er umhirðan miklu betri og vellirnir margir sambærilegir við velli erlendis. Það er rosalega flott. Þá hefur stóru völlunum fjölgað mikið, en þyrftu í rauninni að vera enn fleiri til að anna eftirspurn. Það má svo reyndar líka hvetja reykvíska kylfinga til að prófa að fara út fyrir höfuðborgina. Þar er oft laust, og stundum er maður fljótari að keyra út á land en að bíða eftir lausum rástíma í bænum.
Með Golfkortinu þarftu í raun ekki að vera í klúbbi. Það veitir afslátt af vallagjöldum víða um land. Það er mun ódýrara að byrja þannig, þó að ég vilji alls ekki mæla á móti því að fólk gangi í klúbb. Sumir klúbbar eru með svokallað nýliðagjald. Hjá Golfklúbbnum á Selfossi er nýliðagjaldið nálægt 35.000 krónum og innifalin er 9 vikna kennsla. Það er geggjað verð, þó að fólk þurfi að keyra úr höfuðborginni á Selfoss.
Þetta var hálfgert rugl. Ég var á golfvellinum allan daginn. Þegar maður hefur svona mikinn áhuga og sinnir honum lætur árangurinn ekki á sér standa.
Á hverju ári tökum við á móti á annað þúsund manns og það vantar stundum upp á að fólk sé vel tryggt. Það er alltaf eitthvað sem getur komið upp á. Spánverjar hafa reyndar veitt okkar fólki fulla þjónustu ef þeir eru með evrópska sjúkratryggingakortið en fólk þyrfti að huga betur að því hvernig það er tryggt ef eitthvað skemmist eða týnist. Það er mjög mikilvægt að huga vel að tryggingunum sínum í öllum ferðalögum, því fólk er misvel tryggt og fær þar af leiðandi mismunandi bætur fyrir sambærileg tjón. Fólk hefur tilhneigingu til þess að skjóta á frest málum sem þessum, því hugsunin um það að lenda í tjóni er eitthvað sem engum finnst þægilegt.
Þetta er ekki áhættusport. Það kemur fyrir að fólk fái kúlu í höfuðið, og hræðileg slys hafa orðið þegar fólk hefur velt golfbílum. Svo er auðvitað alltaf hætta á því að maður fari holu í höggi og þurfi að bjóða öllum á barinn. Þess má geta að Ragga hefur þrisvar farið holu í höggi.
Hér má skjóta inn í að slysatrygging í frítíma, sem er innifalin í Fjölskylduvernd 2 og 3 hjá Sjóvá, tekur til slysa sem golfarar verða fyrir þegar þeir stunda þetta áhugamál sitt. Hún nær líka til almenningsþátttöku í golfmótum en undanskilur æfingar og keppni í afreksíþróttum. Með afreksíþróttum er átt við einstaklings- og liðsíþróttir, sem æfðar eru reglulega undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga og samtaka sem hafa íþróttakeppni að tilgangi.
Ekki fræðilegur möguleiki. Ég hef aldrei orðið leið á golfi. Aldrei. En ég geri mér grein fyrir að það eru ekki allir eins og ég, ég er alveg golfóð. Fyrir flesta er gott að hafa önnur áhugamál í bland til að geta brotið þetta aðeins upp og hreinsað hugann. Golf getur verið miskunnarlaust sport; einn daginn finnst þér þú vera alveg með þetta og þann næsta er eins og sú tilfinning hafi verið hrifsuð frá þér.
Ég mæli með að fá kennslu. Á vefnum www.pga.is er listi yfir alla golfkennara á Íslandi sem eru með réttindi. Kylfinga skortir stundum upp á tæknigetu og nota efri hluta líkamans og hendurnar of mikið. Þá verður álag á bakið. Það geta komið álagsmeiðsl af því að fólk er ekki að nota fæturna rétt. Og ekki gleyma að hita upp. Það þarf ekki alltaf að slá til að hita upp, það er líka hægt að sveifla og hita kroppinn þannig. Englahopp eru líka fín, í hvaða íþrótt sem það er.
Það er samt ekkert að því að fólk sé búið að fikta aðeins áður en það kemur í kennslu, fá tilfinningu fyrir leiknum og læra að láta kylfuna vinna fyrir sig. Það getur hjálpað. Á æfingasvæðunum í Básum, Hraunkoti og fleiri stöðum er hægt að fá lánaðar kylfur og leigja golfkúlur til að æfa sig, ekki þarf að panta tíma, bara að mæta.
Góður búnaður hjálpar fólki, það er ekki spurning. Munurinn á góðri kylfu og því sem hentar ekki viðkomandi, er eins og munurinn á Ferrari og skellinöðru. Ekki kaupa „bara eitthvað.“ Fáðu hjálp við að velja kylfur og búnað sem hentar þér, annaðhvort í golfbúð eða hjá golfkennara. Ef þú ætlar að spara peninga er hægt að kaupa notaðar kylfur sem eru góðar. En auðvitað er þetta undir manni sjálfum komið líka. Virkilega góður kylfingur getur spilað vel með hverju sem er.