Spurt og svarað
Hverjir fá iðgjöld desembermánaðar endurgreidd?
Allir skilvísir viðskiptavinir okkar sem búsettir eru í Grindavík fá desemberhluta ársiðgjalds þeirra trygginga endurgreiddan.
Hvenær fá Grindvíkingar endurgreiðsluna?
Endurgreiðslan kemur til framkvæmdar 8. desember. Allir borga sínar tryggingar eins og venjulega, og fá síðan upphæðina endurgreidda.
Þarf ég samt að borga tryggingarnar?
Já. Til að viðhalda tryggingavernd gagnvart Sjóvá og NTÍ borga Grindvíkingar iðgjöld sín eins og venjulega. Við endurgreiðum þau síðan að fullu.
Þarf ég að gera eitthvað til að fá iðgjöldin endurgreidd?
Nei þú þarft ekki að gera neitt. Við sjáum um þetta.
Til hvaða trygginga nær þessi aðgerð?
Aðgerðin nær til allra trygginga einstaklinga og fjölskyldna búsettra í Grindavík.
Þessi aðgerð nær ekki til fyrirtækja og lögaðila. Við erum í góðu sambandi við þau fyrirtæki sem eru í viðskiptum hjá okkur og förum reglulega yfir stöðuna með þeim. Ef þú hefur einhverjar spurningar í sambandi við tryggingar fyrirtækja þá endilega hafðu samband við okkur í síma 440 2000 til að fara yfir tryggingaverndina, eða sendu okkur tölvupóst á fyrirtaeki@sjova.is.
Hefur þessi endurgreiðsla einhver áhrif á endurgreiðsluna sem tjónlausir viðskiptavinir í Stofni fá?
Nei, þessi niðurfelling er alveg ótengd Stofnendurgreiðslum. Ef þú ert í Stofni, ert tjónlaus og í skilum færðu Stofnendurgreiðsluna þína líkt og vanalega (sjá nánar).