Það er margt hægt að gera til að lágmarka hættuna á að tjón verði af völdum jarðskjálfta. Verði slíkt tjón getur það verið bótaskylt hjá Nátturuhamfaratryggingu Íslands.
Hvernig má draga úr líkum á tjóni?
Hvernig á að bregðast við þegar það verður jarðskjálfti?
Almannavarnir hafa tekið saman greinargóðar upplýsingar um viðbrögð við jarðskjálftum sem gott er að kynna sér vel.
Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) bætir tjón vegna jarðskjálfta og eldgosa en allar húseignir og lausamunir á Íslandi sem eru brunatryggð eru tryggð hjá NTÍ vegna jarðskjálfta og eldgosa. Allir þeir sem eru með Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 eru með innbú sitt brunatryggt hjá Sjóvá þar með er innbúið tryggt hjá NTÍ og það er lagaskylda að brunatryggja allar fasteignir.
Allar húseignir á Íslandi eru brunatryggðar samkvæmt lögum og falla því sjálfkrafa undir tryggingar NTÍ. Þetta gildir um allar tegundir húsnæðis s.s. íbúðarhúsnæði, bílageymslur, atvinnuhúsnæði, útihús, sumarhús eða hesthús. Vátryggingarverndin miðast við brunabótamat og því er mikilvægt að húseigendur gæti þess að það sé uppfært ef farið hefur verið í endurbætur og byggt hefur verið við hús.
Þeir sem eru með hús í byggingu verða að hafa samband við okkur því ekki kemur sjálfkrafa brunatrygging á húseign fyrr en hús er metið til brunabótmats.
Allir sem eru með Fjölskylduvernd 1, 2 og 3 eru með innbú sitt brunatryggt hjá okkur og þar með náttúruhamfaratryggingu fyrir sömu fjárhæð og innbúið er tryggt fyrir. Við minnum á að rétt er að fara reglulega yfir innbúsfjárhæðina t.d. ef fjölskyldumeðlimum fjölgar eða skipt er um húsnæði.
Kaskótrygging bætir ekki tjón vegna jarðskjálftar og eldgosa. Hægt er að kaupa sérstaka brunatryggingu á bíla og með því að kaupa hana þá fallar bílar undir Náttúruhamfaratryggingu Íslands.
Slík tjón tilkynnir þú til Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ). Gott er að hafa í huga að eigin áhætta innbústjóna hjá NTÍ er að lágmarki 200.000 krónur og í húseignatjónum er lágmarkið 400.000 krónur.
Inni á Mitt Sjóvá getur þú nálgast upplýsingar um tryggingarnar þínar. Hægt er að skrá sig inn á Mitt Sjóvá með rafrænum skilríkjum eða notandanafni og lykilorði og einfalt er að sækja um aðgang.
Ekki hika við að hafa samband við okkur ef einhverjar spurningar vakna eða þú vilt gera breytingar á tryggingaverndinni þinni. Hægt er að ná sambandi við ráðgjafa okkar á netspjallinu hér á sjova.is, í síma 440 2000 eða með því að hafa beint samband við ráðgjafa í þínu útibúi.