Aukin þægindi
Það er engin þörf á að gata og geyma pappírinn frá okkur í möppum því við bjóðum rafræn viðskipti. Öll skjöl sem áður hafa verið send til þín í pósti er nú hægt að nálgast á Mitt Sjóvá, þjónustuvef Sjóvár. Auðvelt er að finna skjölin þar sem þau eru flokkuð á aðgengilegan hátt og hægt að fletta upp eftir tegundum eða tímabilum svo dæmi séu tekin.
Umhverfisvæn skref
Á undaförnum árum höfum við unnið markvisst að því að verða umhverfisvænna fyrirtæki. Prenturum hefur verið fækkað og ný tækni tekin upp við prentstjórnun sem hefur leitt til þess að við notum yfir 50% minni pappír en áður.
Allt rusl er flokkað í útbúum okkar og engar ruslafötur eru við borð starfsmanna. Með því minnkum við verulega plastnotkun og raunin er sú að minna sorp fellur til en áður.
Taktu umhverfisvæn skref með okkur og skráðu þig í rafræn viðskipti. Það er bæði einfalt og þægilegt.