Skýr yfirsýn yfir þínar tryggingar
Á þjónustuvef okkar Mitt Sjóvá getur þú fundið allar upplýsingar um þínar tryggingar þegar þér hentar. Þar getur þú skoðað tryggingayfirlit, iðgjöld, hreyfingayfirlit, tjónayfirlit, rafræn skjöl, Stofnendurgreiðslur og skilmála trygginganna þinna. Þar er einnig hægt að staðfesta með rafrænum hætti ýmis skjöl, s.s. beiðni um að setja tryggingar í beingreiðslu í banka, rafræn viðskipti og tjónamatsáætlanir.
Á Mitt Sjóvá geta viðskiptavinir okkar náð í staðfestingu á ferðatryggingu í Fjölskylduvernd og vistað í símanum hjá sér. Staðfestinguna getur verið gott að hafa meðferðis ef upp koma alvarleg veikindi eða sjúkdómar á ferðalagi erlendis.
Ef þú ert viðskiptavinur í Stofni getur þú skoðað yfirlit yfir Stofnendurgreiðslur sem þú hefur fengið á Mitt Sjóvá. Þú getur einnig skoðað þau fríðindi sem eru í boði fyrir þá sem eru í Stofni og hver þeirra þú hefur nýtt þér.