Sjóva og Safetravel kynna snjallforrit sem auðveldar ákvarðanatöku við akstur á Íslandi. Færð á vegum getur breyst hratt og þá er gott að hafa Safetravel appið í símanum.
Lengi hefur verið þörf á að geta með auðveldum hætti fylgst með ástandi vega á Íslandi. Veður getur breyst skyndilega og ástand vega sömuleiðis.
Sjóvá og Safetravel hafa í sameiningu þróað nýtt app með upplýsingum um ástand vega á Íslandi í rauntíma. Appið fylgir þér á ferð um landið og veitir upplýsingar um færð og ástand vega hverju sinni, á ensku og íslensku. Í appinu er einnig að finna sniðugt bílpróf sem gott er að renna yfir.