Hvernig er ég tryggð/ur í óveðri?
Fasteignir
Fok- og óveðurstrygging er innifalin í Fasteignatryggingu, Húseigendatryggingu, Sumarhúsatryggingu ásamt Brunatryggingu með fokáhættu.
Ef vindhraði fer yfir 28,5 m/sek og tjón verður á fasteign fæst tjónið bætt úr viðkomandi tryggingu. Á það t.d. við um tjón af völdum lausamuna sem brjóta rúður eða valda öðrum skemmdum á húseign.
Athugið að foktjón fæst aldrei bætt hjá Náttúruhamfaratryggingu Íslands, sama hversu vont veðrið verður.
Bílar
Kaskótrygging bætir til dæmis tjón sem verður á bifreið sem stendur í bílastæði og verður fyrir skemmdum ef lausir munir fjúka á hann eða tré brotnar og skellur á hann.
Ef vindstyrkur mælist yfir 24,5 m/sek skal ekki nota bílinn, enda töluverð hætta á að hann verði fyrir tjóni við slíkar aðstæður.