Við munum flest eftir að læsa húsunum okkar, slökkva á eldavélinni, skrúfa fyrir vatn og spenna bílbeltin. En það er margt annað sem hægt er að gera til að vernda verðmæti fjölskyldunnar án þess að kosta miklu til.
Tryggingar geta virkað flóknar við fyrstu sýn og því er lykilatriði að tala um þær á mannamáli. Sjóvá spjallið er hlaðvarp þar sem við ræðum um tryggingar og forvarnir þannig að fólk geti verið betur upplýst um hvernig tryggingar henta þeirra þörfum.