Það vakna ýmsar spurningar í tengslum við ferðalög á tímum heimsfaraldurs. Við höfum tekið saman svör við helstu spurningum um bótarétt við þessar aðstæður, hvort sem það er úr Ferðavernd okkar eða frá flugfélagi eða ferðaskrifstofu.
Greiðir Ferðavernd kostnað vegna PCR prófa eða vottorða sem gerð er krafa um að skila á ferðalögum milli landa?
Nei, Ferðavernd tryggir þig fyrir kostnaði vegna veikinda eða slysa erlendis en bætir ekki kostnað sem hlýst af sóttvarnaraðgerðum í hverju landi fyrir sig, eins og hertum kröfum á landamærum.
Ef þú þarft að undirgangast Covid-próf vegna einkenna sem þú færð á ferðalagi getur það hins vegar talist til sjúkrakostnaðar óháð því hver niðurstaða prófsins er, en þá þarf að liggja fyrir staðfesting á einkennum/ástæðu prófsins frá lækni eða heilbrigðisstofnun í viðkomandi landi.
Við þessar aðstæður áttu rétt á fullri endurgreiðslu ferðarinnar frá ferðaskrifstofunni, samkvæmt lögum um pakkaferðir. Engu skiptir hver ástæðan er fyrir aflýsingu ferðarinnar eða hvenær hún á sér stað.
Frekari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðu Neytendastofu um afpöntun og aflýsingu pakkaferða.
Við venjulegar aðstæður fær sá sem afpantar ferð hjá ferðaskrifstofu aðeins hluta endurgreiddan eftir því hve snemma er afpantað. Um þetta gilda samningsskilmálar viðkomandi ferðaskrifstofu. Samkvæmt lögum um pakkaferðir verður ferðaskrifstofan hins vegar að endurgreiða ferðina að fullu ef ástæða afpöntunar eru óvenjulegar og óviðráðanlegar aðstæður, sem hafa veruleg áhrif á framkvæmd pakkaferðar eða flutning farþega til ákvörðunarstaðar. Slíkt verður að meta hverju sinni út frá þeim höftum og aðstæðum sem uppi eru á ákvörðunarstaðnum. Líklegt er að víðtækar aðgerðir erlendra stjórnvalda í sóttvarnarskyni uppfylli framangreint skilyrði og sá sem afpantar af þessum ástæðum geti fengið hana að fullu endurgreidda frá ferðaskrifstofunni.
Lög um pakkaferðir byggja á samevrópskum reglum og því ættu þeir sem hafa keypt ferðir í gegnum erlendar ferðaskrifstofur á EES svæðinu að eiga sama rétt og þeir sem kaupa hjá ferðaskrifstofum hér á landi.
Frekari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðu Neytendastofu um afpöntun og aflýsingu pakkaferða.
Ráðleggingar til ferðamanna er að finna á upplýsingasíðu embættis Landlæknisembættisins og almannavarnardeilar ríkislögreglustjóra.
Ferðavernd er valkvæð ferðatrygging sem hægt er að láta fylgja fjölskyldutryggingu okkar og innifelur hún m.a. vernd vegna sjúkrakostnaðar erlendis. Margir eru einnig með ferðatryggingu innifalda í kreditkorti sínu og er mikilvægt að kynna sér vel hvaða tryggingar eru í þínu korti áður en haldið er af stað.